Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 59

Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 59
DÁÐASTA LEIKKONA HEIMS 57 að leiklistinni. Sarah sat, eins og venjulega við matborðið, víðs fjarri í draumum sínum, svo móðirin svar- aði i hennar stað: — Sarah er of horuð til að geta orðið leikkona! Þetta reið baggamuninn. Móðir- in hafði vakið reiði hennar og sam- stundis ákvað hún að snúa sér að leiklistinni. Hertoginn af Morney sá um það að dyr leikskólans stóðu henni opn- ar, og kennararnir þar voru ekki lengi að finna það að þarna var efni í mikla listakonu. Þessi bjart- leita, grannvaxna stúlka hafði al- veg ótrúlegt starfsþrek og þol. Hjarta hennar svall af ást til leik- hússins, sem átti eftir að verða vett- vangur lífsstarfs hennar í sextíu ár. Hún var ráðin sem leikkona til Comedie Francaise, franska þjóð- leikhússins. En henni gekk ekki vel þar. Hún var aðeins átján ára, og átti að leika í sorgarleikjum eftir Racine og gleðileikjum Moliéres, en virtist við hvorugt ráða. Heima hjá henni, við rue Saint Honoré, var andvarpað; það var greinilegt að þessi erfiða stúlka var til einskis nýt. Þá reif hún samning sinn við leikhúsið í tætlur. Þegar henni tókst ekki að láta hylla sig á leiksviðinu, ákvað hún að hún skyldi vekja athygli á sér sem konu. Hún fór að klæða sig fallegum fötum, varð elskuleg og aðlaðandi í framkomu. Þótt móðir- in sýndi henni aldrei ástríki, borg- aði hún þó alltaf reikninga hennar. Hún var fljót að skipta um skap og fór þá oft út í öfgar, og hún þurfti aldrei að vera einmana. Gegnum kunningsskap fékk hún hlutverk hjá einu af minni leikhúsunum, og lék þar rússneska furstafrú. Þetta leikhús var fengið til að hafa leik- sýningu í kvöldsamkvæmi hjá Na- póleon III. í Tuilerie höllinni, og það kvöld varð örlagaríkt fyrir Söruh. Af einskærri fáfræði las hún upp ljóð, eftir skáld sem átti eitthvað í brösum við keisarann. Þetta varð algert hneyksli, og í reiði sinni þreif leikhússtjórinn til Söruh og slengdi henni utan í vegg. Þá kom einn af gestunum í hirðveizlunni henni til hjálpar; það var prins Henri de Ligne frá Belgíu. Sarah varð yfir sig ástfangin af hinum unga prinsi og hann endurgalt ást hennar. Þetta varð að eldheitu ástasambandi. Þegar Sarah komst að því að hún var með barni, var Henri prins far- inn frá París. Hann var í utanríkis- þjónustu fyrir ættland sitt, og vissi ekki hvenær hann gæti hitt ástmey sína aftur, en vonaði hið bezta. En Sarah var stolt og hún hafði með- fædda þörf fyrir að stjórna og hún vildi ekki fyrir neinn mun lúta neinum eða að standa í þakkar- skuld. Þess vegna leigði hún litla íbúð við rue Dupot, og þar.ól hún Maurice, son sinn. Þá var hún tví- tug. Þegar Henri prins kom aftur til Parísar, vildi hann endilega kvæn- ast Söruh og gangast við syni sín- um. En Henri de Ligne var síðasti maðurinn í beinan karllegg af ætt- inni de Ligne, svo að ákvörðun hans um það að kvænast óþekktri leik- konu og þess utan dóttur gleðikonu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.