Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 63
DÁÐASTA LEIKKONA HEIMS
61
margir vinir, sem hún hafði tekið
ástfóstri við og hafði meira og
minna á sínum snærum. Þjónustu-
fólkið var líka alltaf lengi hjá henni
og ílentist þá oft sem vinir. Hún var
eins og drottning í ríki sínu.
Hún lék til dauðadags. Það virt-
ist ekkert geta brotið niður kjark
hennar og vinnuþrek. Þegar hún
var 71 árs og það reyndist nauðsyn-
legt að taka af henni annan fótinn,
héldu menn að nú væri lokið leik-
ferli þessarar stórbrotnu konu, en
eftir nokkrar vikur var Sarah búin
að ná sér eftir sjúkdóminn. Þá
þurfti hún á peningum að halda og
heimtaði leikrit, þar sem hún gæti
leikið í sitjandi. Eftir þetta fór hún
í margar leikferðir um Evrópu.
í sömu viku og hún andaðist, lék
hún aðalhlutverk í kvikmynd sem
hét »,Le Voyante“. Þá var hún orð-
in það máttfarin að hún gat ekki
farið milli húsa. Þess vegna varð
að taka kvikmyndina á heimili
hennar, enda var húsrými þar nóg.
Þetta gerði hún til að bjarga pen-
ingamálum leikhúss síns, ennþá
einu sinni. Og meðan lokið var við
myndina á neðri hæð hússins, and-
aðist Sarah í svefnherbergi sínu
uppi á lofti.
Parísarborg sá um útförina. Við
dögun voru íbúar borgarinnar farn-
ir að raða sér upp til að sjá þegar
kistan var flutt frá Boulevard Per-
eire til Pére Lachaise kirkjugarðs-
ins. Næstir kistunni gengu framá-
menn borgarinnar. Áhorfendur
stóðu í sjöfaldri röð og féllu á kné,
þegar kistan fór fram hjá. Féllu á
kné fyrir konusál . . .
Ég sneri aftur til Memphis eftir margra ára fjarveru. Og hinar stór-
kostlegu nýbyggingar á flugvellinum ollu mér ánægjulegri undrun. Ég
spurði leigubílstjórann -hvenær þær hefðu verið byggðar, og einnig spurði
ég hann um -hinar byggingarnar, sem voru að risa. Hann var augsýni-
lega fyigjandi gamla timanum. Líklega var honum ek'ki allt of vel
við allar umbætur nýja tímans. Hann svaraði spurningum minum og
lauk upplýsingum sinum á þessum orðum: „Og þeir eru víst ekki alveg
búnir enn þá. Þeir ætia að endurbæta þetta jafnvel enn verr en komið
er.“
Sheldon R. Rappaport.
Fyrir skömmu keypti ég nokkrar mjög dýrar jurtir fyrir garðinn
okkar. Maðurinn minn borgaði reikninginn, þegar komið var með þær
frá garðyrkjustöðinni, og sagði: „Þú gerir þér vonandi grein fyrir því,
að þetta verður að vera afmælisgjöfin þín.“ Og svo gróf hann -holur
fyrir jurtirnar. Þegar því var -lokið, miælti hann stuttur í spuna:
„Og þessar holur verða að duga sem mæðradagsgjöf."
Sammie Farmer.