Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
hvert stórkostlegt vandamál hvor
um sig. Frú Daley lét þessa ólgu
ekki hafa nein áhrif á sig, heldur
stjórnaði heimilinu með rósemd og
lipurð.
Ég bað hana að segja mér svolítið
betur frá þessum „tíu mínútna sam-
tölum".
„Þau byrja nú flest þannig, að ég
segi: „Setjum nú sem svo“,. . . . svar-
aði hún. . „Sko, ég skal sýna dæmi.
Ég segi við sjálfa mig: Setjum nú
sem svo, að ég innréttaði annan
enda kjallarans handa þeim Ed og
Mae, svo að þau gætu verið meira
út af fyrir sig, og þar gætu þau
svo dvalið, þangað til hann er bú-
inn að fá fast starf og sérstaka
íbúð? Setjum nú sem svo, að ég
borgaði skólagjöldin fyrir fyrsta ár
Pat í háskólanum, og hún ynni svo
í öllum leyfum sínum annað árið,
og það ár gæti ég svo borgað skóla-
gjöldin fyrir fyrsta háskólaár
Betty? Sko, eitthvað í þessum dúr.
Stundum finn ég svör“.
Hún fékk nægilega mörg svör
við spurningum sínum til þess að
geta fært öllum á heimiiinu ein-
hverja blessun, einum og einum
í einu, þar á meðal háskólapróf
dætrunum til handa. Hún segir, að
húsið hennar sé „hús heppninnar",
en ég get að vísu rakið mikið af
þeirri heppni beint til þessara
kyrrlátu rökkureintala frú Daiey.
Mörg okkar eiga erfitt með að
finna stað og tíma til slíkra hljóð-
látra einverustunda. f rauninni
skapast slíkt ekki af sjálfu sér.
Maður verður að gera áætlun, sem
miðar að því að gera slíkt mögu-
legt. Maður verður að skipuleggja
tíma sinn. Og maður verður að
verja rétt sinn til slíkra einveru-
stunda. En það er samt ekki eins
erfitt að finna stað til eintals eins
og að læra, um hvað maður á að
tala við sjálfan sig.
Við eigum í stöðugum samræð-
um við okkur sjálf innra með okk-
ur, hvort sem við gerum okkur
grein fyrir því eða ekki. Og það
er því hræðileg tímasóun að hafa
enga stjórn á samræðum þessum,
heldur leyfa þeim að renna út í
sandinn sem kjaftæði um allt og
ekki neitt eða verða að skamma-
ræðum yfir hausamótunum á and-
styggilegasta samstarfsmanninum á
skrifstofunni þann daginn. Hægt er
að framkvæma margt og mikið,
með hjálp slíkra innri samræðna,
ef við beinum samræðunum bara
á réttar brautir. Sumt fólk hefur
bókstaflega öðlazt stóraukinn og
nýjan skilning á sjálfu sér og ger.t
„æviferilsáætlun“ með því að
grandskoða og skilgreina stöðugt
sjálft sig og lífsferil sinn á þenn-
an hátt og gerast þannig sínir eig-
in gagnrýnendur og ráðgjafar.
Ralph Waldo Emerson mælti svo
fyrir rúmri hálfri annarri öld:
„Maðurinn verður það, sem hann
hugsar um allan daginn".
Nefna mætti Jerry LeVias knatt-
spyrnumann í „Houston Oilers"-
liðinu sem dæmi. Hann er aðeins
5 fet og 4 þumlungar á hæð og
vegur rúm 150 pund og er núna
einn minnsti maðurinn í þessari
atvinnuíþróttagrein, sem er aðal-
lega skipuð risum. Fjölskylda hans
var mikið á móti þvi, að hann léki
knattspyrnu, þegar hann var í