Úrval - 01.09.1971, Side 12

Úrval - 01.09.1971, Side 12
10 ÚRVAL hvert stórkostlegt vandamál hvor um sig. Frú Daley lét þessa ólgu ekki hafa nein áhrif á sig, heldur stjórnaði heimilinu með rósemd og lipurð. Ég bað hana að segja mér svolítið betur frá þessum „tíu mínútna sam- tölum". „Þau byrja nú flest þannig, að ég segi: „Setjum nú sem svo“,. . . . svar- aði hún. . „Sko, ég skal sýna dæmi. Ég segi við sjálfa mig: Setjum nú sem svo, að ég innréttaði annan enda kjallarans handa þeim Ed og Mae, svo að þau gætu verið meira út af fyrir sig, og þar gætu þau svo dvalið, þangað til hann er bú- inn að fá fast starf og sérstaka íbúð? Setjum nú sem svo, að ég borgaði skólagjöldin fyrir fyrsta ár Pat í háskólanum, og hún ynni svo í öllum leyfum sínum annað árið, og það ár gæti ég svo borgað skóla- gjöldin fyrir fyrsta háskólaár Betty? Sko, eitthvað í þessum dúr. Stundum finn ég svör“. Hún fékk nægilega mörg svör við spurningum sínum til þess að geta fært öllum á heimiiinu ein- hverja blessun, einum og einum í einu, þar á meðal háskólapróf dætrunum til handa. Hún segir, að húsið hennar sé „hús heppninnar", en ég get að vísu rakið mikið af þeirri heppni beint til þessara kyrrlátu rökkureintala frú Daiey. Mörg okkar eiga erfitt með að finna stað og tíma til slíkra hljóð- látra einverustunda. f rauninni skapast slíkt ekki af sjálfu sér. Maður verður að gera áætlun, sem miðar að því að gera slíkt mögu- legt. Maður verður að skipuleggja tíma sinn. Og maður verður að verja rétt sinn til slíkra einveru- stunda. En það er samt ekki eins erfitt að finna stað til eintals eins og að læra, um hvað maður á að tala við sjálfan sig. Við eigum í stöðugum samræð- um við okkur sjálf innra með okk- ur, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Og það er því hræðileg tímasóun að hafa enga stjórn á samræðum þessum, heldur leyfa þeim að renna út í sandinn sem kjaftæði um allt og ekki neitt eða verða að skamma- ræðum yfir hausamótunum á and- styggilegasta samstarfsmanninum á skrifstofunni þann daginn. Hægt er að framkvæma margt og mikið, með hjálp slíkra innri samræðna, ef við beinum samræðunum bara á réttar brautir. Sumt fólk hefur bókstaflega öðlazt stóraukinn og nýjan skilning á sjálfu sér og ger.t „æviferilsáætlun“ með því að grandskoða og skilgreina stöðugt sjálft sig og lífsferil sinn á þenn- an hátt og gerast þannig sínir eig- in gagnrýnendur og ráðgjafar. Ralph Waldo Emerson mælti svo fyrir rúmri hálfri annarri öld: „Maðurinn verður það, sem hann hugsar um allan daginn". Nefna mætti Jerry LeVias knatt- spyrnumann í „Houston Oilers"- liðinu sem dæmi. Hann er aðeins 5 fet og 4 þumlungar á hæð og vegur rúm 150 pund og er núna einn minnsti maðurinn í þessari atvinnuíþróttagrein, sem er aðal- lega skipuð risum. Fjölskylda hans var mikið á móti þvi, að hann léki knattspyrnu, þegar hann var í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.