Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 116

Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 116
114 ÚRVAL gerði það ekki, og ég varð annar. "Ég hefði auðvitað kosið að sigra, en ég velti ekki mikið vöngum yfir þessum úrslitum, þegar að lokaat- höfninni kom. Sú hugsun var efst í huga mér, hversu feginn ég væri, að þetta væri nú allt afstaðið. Og þegar ég sá orðin „MÚNCHEN 1972“, sem virtust. þrungin bjart- sýni, fór ég enn á ný að hugsa um þá erfiðleika, sem verða mundu á vegi Olympíuleikjanna í framtíð- inni. ÁÆTLUN, SEM MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ BJARGA OLYMPÍULEIKJUNUM Ferli mínum sem sundmanni er nú lokið. En ég hef enn innilegan áhuga á því, að Olympíuleikarnir haldi áfram og dafni. Það er stað- reynd, að „áhugamennskan“ í íþróttum er nú dauð og grafin, og að hátindur áhugamennskunnar í íþróttum, sjálfir Olympíuleikarnir, er nú í hættu staddir. Það er sem sé hætta á því, að þeir leggist niður. Hvað ætti ég fyrst að nefna. Ég hef nokkrar uppástungur fram að færa: Bjargið Olympíuleikjunum und- an áhrifavaldi stjórnmálaátakanna. Ríkisstjórnir notuðu Olympíuleik- ana sem áróðurstæki í mörg ár á undan Olympíuleikjunum 1968. En árið 1968 varð samt ógnvænleg þró- un á þessu sviði. Olympíuleikarnir urðu að baráttutæki, vopni, þegar Suður-Afríkumálið skaut upp koll- inum. Þeir urðu að vogarstöng, sem notuð var gegn ríkjandi ríkisstjórn- um til þess að neyða fram breyt- ingu á stjórnmálastefnu þeirra. Rauða-Kína beitti jafnvel þvingun- aráhrifum gegn Sovétríkjunum og breytti jafnframt Olympíuhreyfing- unni. Og Alþjóðlega Olympíunefnd- in lét þetta viðgangast. Hver verður endirinn, fyrst það hefur verið látið viðgangast, að al- þjóðleg stjórnmálasamtök ráði stefnu og markmiði Olympíuleikj- anna? Hafi Alþjóðlega Olympíu- nefndin rétt til þess að skipa Suð- ur-Afríku fyrir verkum í innanrík- ismálefnum hennar, getur hún þá einnig sagt Rússum, að íþróttamenn þeirra megi ekki gegna herþjón- ustu í rússneska hernum jafnframt þátttöku í Olympíuleikjunum? Get- ur hún skipað Austur-Evrópulönd- unum að hafa frjálsar kosningar með frambjóðendum tveggja flokka? Þegar hinar svörtu Afríkuþjóðir og kommúnisku þjóðirnar hótuðu að hætta þátttöku í Olympíuleikj- unum, ef Suður-Afríku væri leyfð þátttaka í beim (jafnvel þótt í liði Suður-Afríku yrðu bæði hvítir og svartir íþróttamenn), hefði Alþjóð- lega Olympíunefndin átt að svara á þessa leið: „Jæja þá, okkur þykir leitt ,að þið verðið ekki með. Við munum þá halda Olympíuleikana með þátttöku hálfs mannkynsins. Og þið verðið boðnar velkomnar, þegar þið eruð tilbúnar til þess að hefja þátttöku í Olympíuleikjunum að nýju.“ Alþjóðlega Olympíunefndin veitti hvaða þjóðasamtökum sem eru vald til þess að binda endi á Olympíu- leikana, þegar hún neitaði að halda fast við sína afstöðu. Skjóti svipað vandamál upp kollinum árið 1972 og svo aftur árið 1976, er þá ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.