Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 84
82
í fimm löndum, þ. e. Efra Volta,
Ceylon. Indlandi, Jórdan og Pakist-
an lifa karlmenn að jafnaði lengur
en konur. Orsökin er hin háa fæð-
ingartala og hin háa dánartala af
völdum barnsfara í þessum löndum.
YFIRLIT YFIR DÁNARORSAKIR
Yfirlit yfir dánarorsakir í heim-
inum sýnir, að hjartasjúkdómar og
krabbamein eru efst á blaði í flest-
um iðnaðarlöndum. í vanþróuðum
löndum er yfirleitt látið uppi að
algengasta dánarorsök sé ellihrum-
leiki, án þess hann sé nánar skil-
greindur.
í Japan, Portúgal og Búlgaríu eru
æðasjúkdómar algengustu dánaror-
sakir, en maga- og barnasjúkdómar
valda flestum dauðsföllum í Ara-
bíska sambandslvðveldinu, Costa
Rica og Colombíu.
ÚRVAL
Hjónavígslur og hjónaskilnaðir á
þúsund íbúa árlega: Hjóna- Hjóna-
Land vígslur skilnaðir
Danmörk 8,5 1,4
Finnland 8,7 1,2
Færeyjar 7,8 0,2
ísland 8,4 1,04
Noregur 7,7 0,8
Svíþjóð 6,0 1,4
Dauðsföll á hverja þúsund íbúa
og meðalaldur: Land Dauðsföll Karlar /ár Konur /ár
Danmörk 9,9 70,1 74,7
Finnland 9,9 65,4 72,6
Færeyjar ísland 6,9 70,8 76,2
Noregur 9,9 71,03 75,97
Svíþjóð 10,4 71,85 76,54
Ritari framkvæmdarstjórans segir við hann: „Það er einhver rödd í
simanum, sem segist vera „xödd 5 eyðimörkinni11. og hún vill tala við
yður. Ég held, að Það sé sonur yðar.“
Skilgreiningin „hamingjunnar": Hamingja er það að uppgötva, að
skrölth'ljóðið í bíinum orsakast bar;a af einhverjum- lausum hlut i
hanzkahólfinu.
ORÐABÓKIN:
KONA: Persóna, sem teygir sig eftir stól, um leið og hún anzar
í simann.
EKKJA: Kona, sem er hætt að setja út á manninn sinn.
HAGFRÆÐINGUR: Maður, sem gerir áætlun um, hvernig eigi að
fara með fé, sem hann hefur ekki eignazt.
SAMVIZKA: Það sem kemur eiginmanni til að segja konunni sinni það,
sem hún hafði sjálf komizt að raun um.
PIPARME'Y: Kona, sem sagði einu sinni of oft: „ Nei“.