Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
og að ég sýndi engan samvinnu-
vilja. Don minnti mig á, að Utan-
ríkisráðuneytið hefði beðið okkur
um að sýna fullan samvinnuvilja.
Ég sagði, að það skipti mig engu
máli, því að þetta fólk væri svo
augsýnilega að njósna um okkur og
misnota samvinnuvilja okkar til
þess að reyna að leika á okkur. Eg
sagðist skyldu sýna fullan sam-
vinnuvilja, þegar ég væri ekki í
lauginni, en að ég mundi ekki sýna
þeim nokkurn skapaðan hlut, með-
an ég væri í lauginni.
Við fundum öll mjög til þessara
ofsókna. Við fundum svo mjög til
þeirra, að við ákváðum næstum því
öll að neyta ýtrustu orku til þess
að koma okkur í „hörkukeppnis-
skap“ og draga hvergi af okkur,
þótt við yrðum að endurtaka hið
sama fyrir bandarísku landskeppn-
ina, sem átti að hefjast, stuttu eftir
að við kæmum heim. Eg minnist
bandaríska sundliðsins með miklu
stolti. Þetta var ungt fólk og til-
tölulega reynslulítið. Og spennan
var ofboðsleg. Álagið á okkur var
geysilegt, en sama var líka að segja
um sigurvilja okkar.
Hvað sjálfan mig snerti, þá var
ég hálfvondur. Og ég þaut eins og
byssukúla af pallinum, þegar ræsir-
inn hleypti af í fyrstu keppni minni,
en það var 100 metra sund með
frjálsri aðferð. Og allt fór vel. Þetta
var einn bezti árangur, sem ég náði
nokkru sinni. Ég synti 100 metrana
á 53.2 sekúndum eða 2/10 hlutum
úr sekúndu hraðar en Olympíumet-
ið. Rússi varð svo annar.
Bandaríska liðið hafði heldur
betri stöðu en það rússneska eftir
fyrsta daginn eða 5 stig á móti 4.
Og næsta kvöld unnum við svo
glæsilegan sigur. Við unnum keppn-
ina með 11 stigum á móti 6.
Næsta morgun skýrði dagblaðið í
Moskvu aðeins frá því, að tvær rúss-
neskar stúlkur hefðu sett heimsmet,
sem var alveg rétt. Það var alls ekk-
ert minnzt á úrslit í hinum keppn-
isgreinunum.
„ERFIÐU"
OLYMPÍULEIKARNIR
Ég hafði nú ákveðið að reyna að
halda mér í þrautþjálfun allt til
næstu Olympíuleikja, sem halda
átti í Mexíkóborg árið 1968. Ég
vissi, að líkurnar á því, að mér tæk-
ist það, voru ekki góðar. Ég gat
ekki haldið áfram þrautþjálfun
þann tíma, er ég yrði í háskólanum.
Hefði ég eytt nægilega löngum tíma
í sundæfingar þar, hefði ég jafn-
framt því afsalað mér öllu því, sem
háskólanámið hefur upp á að bjóða.
Ég reyndi að halda í horfinu með
því að flýta mér til Santa Clara
strax á vorin og leitast við að af-
reka það á þrem mánuðum, júní,
júlí og ágúst, sem keppinautar mín-
ir höfðu heilt ár til þess að afreka.
Sumarið 1967 var eins konar vega-
mót í lífi mínu. Ég vann í sumum
keppnum, en ég tapaði einnig í öðr-
um keppnum, tapaði fyrir nýjum,
ungum sundmönnum, sem voru nú
sem óðast að sækja fram. George
sagði mér, að ég yrði að sleppa
vornámstímabilinu við Yaleháskól-
ann 1968 til þess að komast í góða
þjálfun, því að annars gæti ég ekki
gert mér vonir um að sigra í Mexí-
kóborg. Um tíma var ég kominn á