Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 112

Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 112
110 ÚRVAL og að ég sýndi engan samvinnu- vilja. Don minnti mig á, að Utan- ríkisráðuneytið hefði beðið okkur um að sýna fullan samvinnuvilja. Ég sagði, að það skipti mig engu máli, því að þetta fólk væri svo augsýnilega að njósna um okkur og misnota samvinnuvilja okkar til þess að reyna að leika á okkur. Eg sagðist skyldu sýna fullan sam- vinnuvilja, þegar ég væri ekki í lauginni, en að ég mundi ekki sýna þeim nokkurn skapaðan hlut, með- an ég væri í lauginni. Við fundum öll mjög til þessara ofsókna. Við fundum svo mjög til þeirra, að við ákváðum næstum því öll að neyta ýtrustu orku til þess að koma okkur í „hörkukeppnis- skap“ og draga hvergi af okkur, þótt við yrðum að endurtaka hið sama fyrir bandarísku landskeppn- ina, sem átti að hefjast, stuttu eftir að við kæmum heim. Eg minnist bandaríska sundliðsins með miklu stolti. Þetta var ungt fólk og til- tölulega reynslulítið. Og spennan var ofboðsleg. Álagið á okkur var geysilegt, en sama var líka að segja um sigurvilja okkar. Hvað sjálfan mig snerti, þá var ég hálfvondur. Og ég þaut eins og byssukúla af pallinum, þegar ræsir- inn hleypti af í fyrstu keppni minni, en það var 100 metra sund með frjálsri aðferð. Og allt fór vel. Þetta var einn bezti árangur, sem ég náði nokkru sinni. Ég synti 100 metrana á 53.2 sekúndum eða 2/10 hlutum úr sekúndu hraðar en Olympíumet- ið. Rússi varð svo annar. Bandaríska liðið hafði heldur betri stöðu en það rússneska eftir fyrsta daginn eða 5 stig á móti 4. Og næsta kvöld unnum við svo glæsilegan sigur. Við unnum keppn- ina með 11 stigum á móti 6. Næsta morgun skýrði dagblaðið í Moskvu aðeins frá því, að tvær rúss- neskar stúlkur hefðu sett heimsmet, sem var alveg rétt. Það var alls ekk- ert minnzt á úrslit í hinum keppn- isgreinunum. „ERFIÐU" OLYMPÍULEIKARNIR Ég hafði nú ákveðið að reyna að halda mér í þrautþjálfun allt til næstu Olympíuleikja, sem halda átti í Mexíkóborg árið 1968. Ég vissi, að líkurnar á því, að mér tæk- ist það, voru ekki góðar. Ég gat ekki haldið áfram þrautþjálfun þann tíma, er ég yrði í háskólanum. Hefði ég eytt nægilega löngum tíma í sundæfingar þar, hefði ég jafn- framt því afsalað mér öllu því, sem háskólanámið hefur upp á að bjóða. Ég reyndi að halda í horfinu með því að flýta mér til Santa Clara strax á vorin og leitast við að af- reka það á þrem mánuðum, júní, júlí og ágúst, sem keppinautar mín- ir höfðu heilt ár til þess að afreka. Sumarið 1967 var eins konar vega- mót í lífi mínu. Ég vann í sumum keppnum, en ég tapaði einnig í öðr- um keppnum, tapaði fyrir nýjum, ungum sundmönnum, sem voru nú sem óðast að sækja fram. George sagði mér, að ég yrði að sleppa vornámstímabilinu við Yaleháskól- ann 1968 til þess að komast í góða þjálfun, því að annars gæti ég ekki gert mér vonir um að sigra í Mexí- kóborg. Um tíma var ég kominn á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.