Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 119
117
Thaddeus Stevens er þekktur í sögunni
sem sannkallaður þrumufleygur,
sem ekkert beit á. Þeir, sem gagnrýna hann,
segja, að liann liafi stuðlað að því,
að ameríska borgargstyrjöldin (Þræla-
stríðið) brauzt út.
Hvíti maðurinn, sem
var bezti vinur
bandarískra negra
EFTIR
GEORGE P. MORRILL
./fé'/K a£ einn arið 1850 reis
hávaxinn, beinaber
)K kryppbngur á fætur í
fulltrúadeild banda-
,«1 ríska þingsins. Hann
færði þungann frá
vansköpuðum vinstri fæti sínum yf-
ir í hægri fót og hóf máls. Hann
réðist á yfirlýsingu nokkurra þing-
manna, sem voru jafnframt þræla-
eigendur, en yfirlýsingu þessa höfðu
þeir þá nýlega gefið. Hún var þess
efnis, að þrælar kynnu í rauninni
vel við lífskjör sín og að þeir mundu
reyna sem fyrst að komast í sömu
þrælkunina aftur, ef þeim yrði veitt
frelsi.
„Ef slíkt er tilfellið," sagði hann
hvössum rómi, „skulum við veita
öllum tækifæri til þess að njóta
blessunar þrælkunarinnar. Látum
þrælana, sem óska eftir frelsi, fá
frelsi sitt. Og látum þá frjálsu, sem
óska eftir þrælkun, gerast þrælar.“
Svo bætti hann við: „Hvíti maður-
inn getur öðlazt unaðssælu þrælk-
unarinnar, ef hann fer út í fenin
með skóflu og haka í höndum sér
og erfiðar þar í steikjandi sólskin-
inu, hálfnakinn og án nokkurrar
hlífðar gegn bruna sólarinnar. Eft-
ir nokkurra ára erfiðisvinnu við
slíkar aðstæður eða í mesta lagi
eina til tvær kynslóðir mun hann
hafa öðlazt húðlit, sem mun þykja
gjaldgengur á hinum vandlátasta og
guðrækilegasta þrælamarkaði í ger-
völlum hinum kristna heimi.“
Þingmenn fulltrúadeildarinnar
engdust í sætunum. Þetta var ekki
í fyrsta skipti sem hin hvassa tunga
Thaddeusar Stevens þingfulltrúa frá