Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
/■-----------------------------------------------------------------------A
GR
KRISTÍNARKVÆÐI
Ég var skorin í silki
og í skarlats trey,
síðan borin til strandanna,
lögð í sjávarfley.
Ég mátti ekki drukkna,
því guð var mér so góður;
báran bar mig heim í lund
þar fagri hjörturinn grór.
Þar kom riddarinn ríðandi
með sína sveina þrjá,
hann tók mig upp so litla,
í fjörusandi ég lá.
Völt er veraldar blíðan,
trúir þar enginn á.
Mér er horfinn menjalundur,
mun ég hann aldrei sjá.
íslenzkt þjóðkvœði.
yfir, að hann gæti ekkert boðið
henni nema blóð, tár og svita.
Kjarkur Churchills meðan orrustan
um England stóð yjir, var nánast
ómennskur, en ef hans hefði ekki
notið við, vœri að öllum likindum
öðruvísi um að litast í heiminum
nú á dögum. Churchill var sann-
kölluð hetja stríðsáranna og ef hægt
er að þakka nokkrum einum manni
sigurinn, þá hlýtur nafn hans að
koma strax í hugann. En þótt ald-
arfjórðungur sé liðinn frá stríðs-
lokum undrast menn enn, að Churc-
hill skyldi bíða ósigur í fyrstu kosn-
ingunum í Bretlandi, sem háðar
voru eftir stríðið og yrði því að
láta af forsætisráðherraembœttinu.
Frœgðarljóminn dugði honum ekki
til sigurs; þjóðin launaði honum
ekki stríðsafrekin með atkvœði sínu.
Þannig er gengið valt í heimi stjórn-
málanna. Allt getur gerzt eins og
um kappleik sé að rœða. Það er í
senn kostur og galli stjórnmálanna.
Hið óvœnta og óstöðuga vekur
spennu og eftirvœntingu, en óvœnt
úrslit og breytingar breytinganna
vegna geta orðið dýrt spaug, þegar
tímar gerast skyndilega viðsjár-
verðir.
ÞEGAR CHURCHILL var jarð-
sunginn 30. janúar 1965 ríkti undar-
leg þögn yfir Lundúnum. Big Ben,
stundaklukkan mikla í turni þing-
hússins við hliðina á Westminster
Hall, sló aldrei þann dag. Það hafði
ekki komið fyrir áður, ekki einu
sinni í heiftarlegustu loftárásum
styrjaldarinnar. En ekkert skyldi
raska helginni, sem hvíldi yfir
hinztu för Winstons Churchills.
\