Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 65
VILTU VERÐA RITHÖFUNDUR
63
ar eða aðra um að gera það fyrir
sig. Það er ég að minnsta kosti van-
ur að gera, þegar svona ber undir.
Nú haldið þér auðvitað, að allir
hljóti að þekkja yður. Þér hafið,
þegar hér er komið sögu, umgeng-
izt aðra rithöfunda, sem hafa slegið
yður gullhamra fyrir „dásamlegan
stíl“ eða annað þess háttar. Og þér
hafið auðvitað endurgoldð þeim
lofð, með því að hrósa seinustu bók-
um þeirra. Nú getið þér því vænzt
þess, að hvar, sem þér farið, verði
yður gaumur gefinn.
En allt í einu kemur bobb í bát-
inn. Þegar þér haldið, að allir kann-
ist orðið við yður, uppgötvið þér,
yður til sárra vonbrigða, að enginn
hefur minnstu hugmynd um, að þér
séuð til. Þér hafið rekizt á einhvern
rithöfund og verið kynntur fyrir
lækni. Hann gengur alls ekki með
þá grillu í höfðinu, að allir, sem á
annað borð eru menntaðir menn,
þekki hann. Það er óvíst, að hann
hafi nokkurn tíma á ævinni skrökv-
að, fyrr en hann hittir yður. En nú
skrökvar hann.
— Jónas læknir, segir einhver, —•
þetta er hann Sherwood Anderson
rithöfundur.
Og læknirinn svarar: — Já, ein-
mitt það, ég hef lesið leikrit yðar
mér til mikillar ánægju.
Hann heldur, að þér séuð Max-
well Anderson eða Robert Sher-
wood. Þegar svona vill til, að menn
rekast á rithöfund, sem þeir hafa
ekki lesið eftir, reyna sumir að lát-
ast vera svo heyrnarsljóir, að þeir
hafi ekki tekið eftir því, að þér
voruð titlaður rithöfundur. En þeim
verður engrar undankomu auðið,
því að enda þótt þér séuð ef til vill
ekkert að trana yður fram sjálfur,
er einhver annar vís til að skjóta
upp kollinum. Setjum nú svo, að
þér heitið Smith.
— Komið þér sælir, herra Smith,
segir sá, sem ekki þóttist heyra, að
þér væruð rithöfundur. — Hvernig
líður yður? Það gleður mig að kynn-
ast yður persónulega, bætir hann
við og svipast um eftir færi til að
losna við yður.
•— En þetta er hann Smith rithöf-
undur, segir sá, sem óvænt skaut
upp kollinum.
Aumingja „heyrnarsljói" maður-
inn verður óskaplega kindarlegur á
svipinn, og augnaráð hans verður
blátt áfram biðjandi. Ef þið, sem
lesið þessar línur, eruð rithöfund-
ar og rekizt á mann, sem svipað er
ástatt fyrir, þá verið honum líkn-
samir. Hjálpið honum út. Neyðið
hann ekki til að ljúga yður fulla.
Setjum nú svo, að þið hafið skrifað
skáldsögu um bankastjóra. Auðvit-
að dettur mér ekki í hug, að neinn
ykkar hafi látið sér aðra eins fjar-
stæðu til hugar koma. Enginn rit-
höfundur skrifar skáldsögu um
bankastjóra. Rithöfundar geta ekki
einu sinni slegið bankastjóra um
lán! Nú á dögum er ekki til neins
að skrifa skáldsögur um aðrar stétt-
ir manna en öreigana.
Þarna standið þér þá allt í einu
augliti til auglitis við mann, sem
ekki hefur lesið skáldsögu yðar um
bankastjórann, en þykist hafa lesið
hana. Hann skrökvar þessu af ein-
tómri góðvild við yður. Þess vegna
ættuð þér líka að auðsýna honum
góðvild. Segið við hann eitthvað á