Úrval - 01.09.1971, Side 65

Úrval - 01.09.1971, Side 65
VILTU VERÐA RITHÖFUNDUR 63 ar eða aðra um að gera það fyrir sig. Það er ég að minnsta kosti van- ur að gera, þegar svona ber undir. Nú haldið þér auðvitað, að allir hljóti að þekkja yður. Þér hafið, þegar hér er komið sögu, umgeng- izt aðra rithöfunda, sem hafa slegið yður gullhamra fyrir „dásamlegan stíl“ eða annað þess háttar. Og þér hafið auðvitað endurgoldð þeim lofð, með því að hrósa seinustu bók- um þeirra. Nú getið þér því vænzt þess, að hvar, sem þér farið, verði yður gaumur gefinn. En allt í einu kemur bobb í bát- inn. Þegar þér haldið, að allir kann- ist orðið við yður, uppgötvið þér, yður til sárra vonbrigða, að enginn hefur minnstu hugmynd um, að þér séuð til. Þér hafið rekizt á einhvern rithöfund og verið kynntur fyrir lækni. Hann gengur alls ekki með þá grillu í höfðinu, að allir, sem á annað borð eru menntaðir menn, þekki hann. Það er óvíst, að hann hafi nokkurn tíma á ævinni skrökv- að, fyrr en hann hittir yður. En nú skrökvar hann. — Jónas læknir, segir einhver, —• þetta er hann Sherwood Anderson rithöfundur. Og læknirinn svarar: — Já, ein- mitt það, ég hef lesið leikrit yðar mér til mikillar ánægju. Hann heldur, að þér séuð Max- well Anderson eða Robert Sher- wood. Þegar svona vill til, að menn rekast á rithöfund, sem þeir hafa ekki lesið eftir, reyna sumir að lát- ast vera svo heyrnarsljóir, að þeir hafi ekki tekið eftir því, að þér voruð titlaður rithöfundur. En þeim verður engrar undankomu auðið, því að enda þótt þér séuð ef til vill ekkert að trana yður fram sjálfur, er einhver annar vís til að skjóta upp kollinum. Setjum nú svo, að þér heitið Smith. — Komið þér sælir, herra Smith, segir sá, sem ekki þóttist heyra, að þér væruð rithöfundur. — Hvernig líður yður? Það gleður mig að kynn- ast yður persónulega, bætir hann við og svipast um eftir færi til að losna við yður. •— En þetta er hann Smith rithöf- undur, segir sá, sem óvænt skaut upp kollinum. Aumingja „heyrnarsljói" maður- inn verður óskaplega kindarlegur á svipinn, og augnaráð hans verður blátt áfram biðjandi. Ef þið, sem lesið þessar línur, eruð rithöfund- ar og rekizt á mann, sem svipað er ástatt fyrir, þá verið honum líkn- samir. Hjálpið honum út. Neyðið hann ekki til að ljúga yður fulla. Setjum nú svo, að þið hafið skrifað skáldsögu um bankastjóra. Auðvit- að dettur mér ekki í hug, að neinn ykkar hafi látið sér aðra eins fjar- stæðu til hugar koma. Enginn rit- höfundur skrifar skáldsögu um bankastjóra. Rithöfundar geta ekki einu sinni slegið bankastjóra um lán! Nú á dögum er ekki til neins að skrifa skáldsögur um aðrar stétt- ir manna en öreigana. Þarna standið þér þá allt í einu augliti til auglitis við mann, sem ekki hefur lesið skáldsögu yðar um bankastjórann, en þykist hafa lesið hana. Hann skrökvar þessu af ein- tómri góðvild við yður. Þess vegna ættuð þér líka að auðsýna honum góðvild. Segið við hann eitthvað á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.