Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 113
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
111
íremsta hlunn með að gera það. En
í lok sumarsins 1967 ákvað ég loks
að gera það ekki. Ég gat ekki sleppt
þessu síðasta námstímabili lokaárs-
ins bara til þess að þjálfa mig fyrir
Olympíuleikana. Ég hafði samið frið
við sjálfan mig og komizt að þeirri
niðurstöðu, að það væri mér ekki
nauðsynlegt lengur að vera bezti
sundmaður heims.
o—o
Undirbúningur að Olympíuleikj-
unum 1968 gekk á ýmsan hátt erf-
iðlega, svo að það var brátt farið
að kalla þá „Erfiðu Olympíuleik-
ana“ eða „Vandræðaolympíuleik-
ana“. Það var augsýnilegt, löngu áð-
ur en þeir hófust, að það yrði við
mikla erfiðleika að stríða. Fyrstu
erfiðleikarnir komu í ljós í febrúar
vegna aðskilnaðarstefnu Suður-
Afríku í kynþáttamálum. Árið 1964
var Suður-Afríku meinuð þátttaka
í leikjunum, vegna þess að stjórn-
völdin vildu ekki veita svörtum
íþróttamönnum landsins tækifæri
til þess að taka þátt í þeim. Árið
1965 lét Suður-Afríkustjórn svo
undan. Stjórnarvöld landsins ætluðu
að leyfa svörtum íþróttamönnum
frá Suður-Afríku að taka þátt í Ol-
ympíuleikjunum árið 1968, og ætl-
uðu þau þannig að senda „blandað"
íþróttalið til Mexíkó. En þau bættu
því við, að það yrði samt alger kyn-
þáttaaðskilnaður í undirbúnings-
keppnunum heima í Suður-Afríku.
Fulltrúar frá 32 negraríkjum í
Afríku komu því saman á mótmæla-
fundi í Kongo til þess að mótmæla
þessum aðskilnaði, og samþykktu
fulltrúarnir að hætta því við þátt-
töku í Olympíuleikjunum í mót-
mælaskyni. Rauða-Kína sendir alls
enga íþróttamenn á Olympíuleik-
ana, en samt lýstu stjórnarvöld
landsins yfir ákveðnum stuðningi
sínum við mótmæli þessi og bentu
afrísku þjóðunum jafnframt á, að
Rússar hefðu ekki lýst yfir því, að
þeir mundu einnig styðja þessi mót-
mæli með því að hætta við þátttöku
í leikjunum. Þessi yfirlýsing Kín-
verja kom Rússum í slæma klípu.
Og það var gefið í skyn, að Austur-
Evrópuþjóðirnar mundu fylgja for-
dæmi Rússa, ef þeir hættu við þátt-
töku sína í leikjunum. Þannig væri
hálfur heimurinn hættur við þátt-
töku í Olympíuleikjunum, og því
gæti ekki orðið neitt af þeim. Því
lét Alþjóðlega Olympíunefndin
undan, og Suður-Afríku var aftur
meinuð þátttaka í leikjunum. Af-
staða mín var þessi: Ég vildi fá
Suður-Afríku sem þátttakanda í Ol-
ympíuleikjunum. Ég vildi einnig fá
svarta þátttakendur frá Suður-
Afríku, en þeir hlutu einnig að
verða sendir, jafnvel þótt um að-
skilnað yrði að ræða í undankeppn-
unum. Ég vildi fá svarta þátttak-
endur þaðan, vegna þess að ég gerði
mér grein fyrir því, hve mikið þess-
ir svörtu íþróttamenn gætu gert
fyrir sína svörtu samlanda með því
að standa sig vel á leikjunum.
Sem dæmi mætti taka áhrifin af
þátttöku Jesse Owens í Olympíu-
leikijunum í Berlín árið 1936 á
valdatíma nazista í Þýzkalandi og
sigri hans þar. Hvor hafði betur,
Owens eða Hitler? Og hverjir voru
fyrstu svertingjarnir í Bandaríkjun-
um, sem tókst að brúa bilið milli
kynþáttanna þar? Það voru lista-