Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 78

Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 78
76 ÚRVAL eða afskipta reiðra goða. Deyjandi maður kemst í nána snertingu við hið yfirnáttúrlega og ókunna og helgast af krafti þess. Við manns- lát mætast goðheimur og mann- heimur, og sá dauði fær skerf af þeim krafti, því goðmagni sem er einkenni þess heims og þeirra afla sem ekki standa í mannlegu valdi. Eins og allt sem er gætt slíku goð- magni getur sá dauði haft marg- vísleg áhrif á mannheim, bæði til ills og góðs. Goðmegin er tvíeggjað sverð; það getur orðið mönnum til hamingju og er uppspretta allra lífsgæða, en það getur líka snúizt gegn mönnum og orðið þeim til ófarnaðar og bölvunar. Allt sem er gætt goðmagni verður þess vegna að umgangast með varfærni og virð- ingu, og má rekja ýmsa siði í sam- bandi við andlát og greftrun til þessarar trúar. En það er fleira en þessi krafttrú, trúin á yfirnáttúrlegt megin hins dauða, sem hefur mótað skoðanir manna um framhaldslíf. Þýðingar- mest í því sambandi er sú trú að maðurinn sé gæddur sál, þ. e. hafi til að bera eitthvað sem sé annars eðlis en dauðlegur líkaminn. Þessi trú er líka til um allar jarðir, og vel má vera að í henni sé líka að leita undirrótar krafttrúarinnar sem nefnd var hér að ofan. En út í þá sálma verður ekki farið hér. Á það verður hér að leggja áherzlu að sálarhugtak það sem nú- tímamönnum mun tamast er engan veginn upprunalegt. Nútímamenn líta annað hvort svo á að sálin sé ein og óskipt, andstaða forgengi- legs holdsins, eða hún sé summa allrar hugsunar- og tilfinningastarf- semi mannsins. Frumlægari miklu en sálareinhyggja nútímans eru tví- skiptar eða margskiptar sálnahug- myndir. Þá er gert ráð fyrir að maðurinn sé gæddur tvenns konar sálum eða jafnvel fleiri. Annars vegar er gert ráð fyrir einhverjum lífskrafti eða lífsefni (lífskröftum/ lífsefnum) sem einkenni lifandi ver- ur og hverfi frá þeim við dauðann. Fjör nefndu forfeður okkar þess háttar sál, sem mætti kalla lífssál eða líkamssál. Hún er nauðsynleg forsenda lífsins, uppspretta lífsafls- ins, ef ekki lífsaflið sjálft. Þessarar sálar verður vart í andardrætti, blóðhita, hárvexti og öðru slíku, sem eru greinilegust tákn um líf. Þessi sál getur ekki horfið burt úr líkamanum, án þess að það valdi sjúkdómum og dauða, takist ekki að reka hana aftur inn í líkamann. Hin megintegund sálna er miklu laustengdari líkamanum, en draum- mynd mannsins, tvífari hans eða skuggi. Hana mætti nefna lausasál á íslenzku. Lausasálin getur yfir- gefið líkamann og birzt öðrum í draumum eða sýnum, meðan eig- andinn liggur í svefni eða dái. Oft þróast þessi sál yf-ir í sérstaka verndarvætti mannsins, fylgju hans. Lausasálin lifir oftast manninn, og þar sem á sérstök ríki eða heim- kynni dauðra er trúað er það lausa- sálin sem þangað hverfur. En um leið getur líkamssálin líka verið á ferli eftir andlátið, en vegna hinna nánu tengsla hennar við líkamann verður hennar helzt vart í grennd við greftrunarstaðinn. Og þess eru jafnvel dæmi líka að talið sé að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.