Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
mennirnir, vegna þess að þeir voru
ág-ætir og voru virtir vegna þess að
þeir voru ágætir, Ég held, að það
hafi verið svertingjunum í Suður-
Afríku til tjóns, að Suður-Afríku
var meinuð þátttaka í Olympíu-
leikjunum.
En þetta voru ekki einu vanda-
málin, sem leysa þurfti. í ágúst
gerðu Rússar innrás í Tékkóslóva-
kíu. Svíar fylgdu fordæminu, sem
gefið hafði verið með útilokun Suð-
ur-Afríku, og lýsti yfir því, að það
ætti einnig að útiloka Sovétríkin frá
leikjunum. En það var ekki gert.
Svartir íþróttamenn í Bandaríkj-
unum voru nú einnig byrjaðir að
hóta því að taka ekki þátt í leikj-
unum. Fyrst hótuðu þeir slíku til
þess að styðja mótmælin gegn þátt-
töku Suður-Afríku. Og síðar not-
uðu þeir þessar hótanir sem tæki
til þess að leggja áherzlu á vanda-
mál bandarískra negra. Það eina,
sem ég vil segja í því sambandi, er
þetta: Á Olympíuleikjunum er
hvorki um að ræða kynþátta- eða
húðlitarviðhorf, hvorki innan
bandaríska liðsins né nokkurra ann-
arra keppnisliða. Það er aðeins um
í'þróttamenn og afrek þeirra að
ræða. Mér fannst það því mjög öm-
urlegt, að svartir íþróttamenn
skyldu vilja neita þátttöku á veg-
um þeirrar einu hreyfingar, þar sem
þeir hafa alltaf notið virðingar og
jafnréttis.
í opinberri skilgreiningu á mark-
miði Olympíuleikjanna er það tek-
ið fram, að Olympíuleikarnir séu
haldnir „ekki til þess eins að veita
keppendum tækifæri til þess að
vinna heiðursmerki né til þess að
skemmta almenningi og vissulega
ekki heldur til þess að sýna yfir-
burði eins stjórnmálakerfis yfir
öðru,“ heldur sé hið raunverulega
markmið þeirra ,,að skapa alþjóð-
lega vináttu og jákvæð viðhorf, sem
stuðli að hamingjusamari og frið-
sælli veröld.“ En það var sem öll
misklíðarefni meðal þjóða heims
hefði tengzt Olympíuleikjunum ár-
ið 1968, jafnvel áður en þeir hóf-
ust.
Hin nýju vandamál, sem skotið
höfðu upp kollinum, urðu alls ekki
til þess að leysa hin eldri vanda-
mál af hólmi að einhverju leyti.
Þau voru enn fyrir hendi í fullu
fjöri og helmingi verri viðureign-
ar en nokkru sinni fyrr. Og ég kom
strax auga á þau 1—2 dögum eftir
að ég kom til Mexíkó. í fyrsta skipti
í sögu leikjanna átti nú að kanna,
hvort þátttakendur neyttu örvandi
lyfja til þess að knýja sig áfram,
líkt og veðhlaupahestum eru gefin
fyrir veðreiðar. Læknar áttu að
kanna það, hvort þátttakendur not-
uðu þessar litlu pillur, sem geta
rekið áfram og knúð mann til
þess að vinna. Það voru jafnvel
gerðar litningaprófanir á kvenþátt-
takendum til þess að sannprófa, að
bar væri í raun og veru um konur
að ræða. Pólskur „kvenþátttakandi“
stóðst ekki prófun þessa, og sagt
var, að hann hefði verið að því
kominn að fremja sjálfsmorð. Einn-
ig voru þá margir kvenþátttakenda
strikaðir út af keppendaskrám, eink-
um kvenþátttakendur frá járn-
tj aldslöndunum.
Einnig var sagt, að það úði allt
og grúði í Olympíuþorpinu af full-