Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
búa aftur. Hún hugsaði upp ráð,
sem ætti að duga. Á þjóðhátíðar-
daginn, 14. júlí, var venja að hafa
hátíðarsýningu í óperunni, að við-
stöddum forsetanum og fyrirfólki
borgarinnar. í lok sýningarinnar var
það venja að einhver leikkona læsi
upp þjóðsönginn. Stór og stæðileg
leikkona hafði verið valin. Sarah
vissi að þessi leikkona var alvar-
lega ástfangin af liðsforingja úr
riddaraliðinu. Hún mútaði stofu-
stúlku þessarar leikkonu til að
segja að elskhugi hennar hefði orð-
ið fyrir slysi, dottið af hestbaki og
lærbrotnað. Það fór eins og Söruh
hafði grunað. Leikkonan gleymdi
þj óðhátíðardeginum, þjóðsöngnum
og yfirleitt öllu öðru en elskhugan-
um, og flýtti sér til herbúðanna. Á
meðan læddist Sarah bak við tjöld-
in, tilhlýðilega klædd til upplest-
ursins, í hvítum kjól með silkiborða
í fánalitunum yfir öxlinni. Ráða-
menn leikhússins voru skelfingu
lostnir, þegar þeir sáu hana, sirkus-
trúðinn frá Ameríku, en þeir áttu
ekki annarra kosta völ en að láta
Söru lesa upp, það var engum öðr-
um til að dreifa, og það varð að
forðast hneyksli.
— Hvers vegna eruð þið með
þennan jarðarfararsvip? spurði Sar-
ah. — Það er ég sem hef öllu að
tapa og þið getið séð hve róleg ég
er!
Þegar áhorfendur urðu þess varir
að það var Sarah Bernhardt, sem
stóð á sviðinu, varð fyrst kurr í
salnum, síðan ísköld þögn. Leikkon-
an byrjaði, með lágri rödd, allt að
því hvíslandi, á fyrstu línunum, sem
hún kunni utan að:
Allons, enfants de la Patrie
Le Jour de glorie set arrivé...
Hinir þrjú þúsund áheyrendur
voru gripnir ákafri geðshræringu,
og þegar hún kom að lokalínunum,
varð hrifningin takmarkalaus. Um
allan salinn faðmaðist ókunnugt
fólk, hló og grét. Bak við tjöldin
stóðu ráðamenn óperunnar innan
um leiksviðsfólkið og snökktu. Sar-
ah brosti í laumi,
En hvernig varð hinni leikkon-
unni við þetta? Hún varð svo glöð
þegar hún fann vininn sinn með
óbrotin bein, að hún fyrirgaf Söruh,
og þær urðu beztu vinkonur eftir
þetta. Og þannig fór það líka með
Parísarbúa. Þeir létu aldrei framar
andúð í ljós gagnvart Söruh, og
sóttu leiksýningar hjá henni, jafn-
vel þótt það væru leiðinleg leikrit,
sem hún lét færa upp af eintómri
þrjózku, eða þá að hún var að gefa
einhverjum óþekktum leikara tæki-
færi.
Svo kom Sarah Bernhardt upp
eigin leikhúsi', þar sem Maurice
sonur hennar var leikhússtjóri. En
einkaleikhús eru alltaf tvíegg'juð
fyrirtæki, og oft varð Sarah að fara
í langar leikferðir til annarra landa
og heimsálfa, til að afla peninga
fyrir rekstur leikhússins. Einkalíf
hennar varð líka ákaflega kostnað-
arsamt. Hún vildi alltaf hafa fjöl-
skyldu sína hjá sér, og þess vegna
varð hún oft að skipta um íbúðir
og kaupa stærri hús, — síðasta hús-
ið í eigu hennar stóð við Boulevard
Pereire. Til fjölskyldunnar taldist
ekki eingöngu Maurice sonur henn-
ar, kona hans og börn, heldur líka