Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 34
32
URVAL
*
*
.'{''.MíM-'.íR undinn hefur vetursetu
langt úti yfir gráblá-
um haffleti Norður-
Atlantshafsins, handan
við þúsund mílna sjó
Golfstraumsins. Þar
L
VK
>K*
*
... /!, ... ... .. .
hefur hann þolað endalausan klið
vestanstormsins, ýmist undir svört-
um óveðursskýjum eða heiðum og
bláum himni milli dreifðra, hvítra
skýhnoðra. Stundum hylur grámóða
austanáttarinnar himin og haf. Lík-
lega hefur lífið verið hvað erfiðast
í ofsastormum miðsvetrarins, því að
lundinn er ekki mikill flugfugl, og
langvarandi rok af sömu átt hefur
getað hrakið hann langt úr braut.
Þótt svo færi, er sjaldan hætta á
að hann reki á land, nema einstaka
veikan fugl eða þá, sem lent höfðu
í úrgangsolíu, sem spýtt hafði verið
úr tönkum olíuskipa. Þessa vesa-
linga rekur öðru hverju upp á
strendur Vqstur-Evrópu og segja
strandgöngumenn eða fuglavinir til
þeirra. En þó lærum við lítið um
úthafsferðir lundans af þeim.
Hægur andvari hjálpar lundan-
um, lyftir honum með byr undir
vængjum. En þegar vindhæðin náði
90 km á klukkustund yfir Stokk-
hólmseyju reyndist lundanum flug-
ið erfitt, svo að hann komst ekki
nema 4—6 km á klukkustund. Þeg-
ar vindhraðamælir sýndi 55 hnúta
á opnu hafi, var talið að lundinn
kæmist aðeins 8—10 hnúta. Þegar
vindhraðinn komst upp í 80 hnúta,
hreyfði enginn lundi sig af sjónum.
H. R. H. Vaughan mældi flughraða
lunda frá skipi sem var í reynslu-
siglingu á Clydeflóa, og komst að
þeirri niðurstöðu, að fuglinn flygi
Hvað
stjórnar
árstíða-
ferðum
lundans?
í þessum bókarkafla eftir
brezku náttúrufræðinginn R.
M. Lockley segir frá
einum sérkennilegasta og
vinsælasta fugli á
Íslandi — lundanum.
um 80 km á klukkustund. í fárviðri
er því öruggara fyrir lundann að
synda en fljúga og bjarga sér með
því að kafa, ef skip eða aðra hættu
ber að. Smávaxnir vængir hans eru
næstum eins vel fallnir til sunds og
flugs, og í hinu þéttara umhverfi er
fuglinum léttara um hreyfingu. í
vatni teygir lundinn ekki alveg úr
vængjunum, lokar handflugfjöðr-
um eins og viftu og notar þær eins
og sterkar árar.
Lundinn er eins og gömlu segl-
skipin að því leyti, að hann forðast
að láta sig berast með vindi upp að
ströndum, en dvelst fjarri landi þá