Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 95
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
93
íinnur maður, að maður hefur gert
allt, sem í valdi manns stendur, til
þess að búa sig undir keppnina.
Þessi aðferð, sem byggist á myndun
hámarksspennu keppandans, er
áhrifarík, Og hún tæmir mann allri
orku, þannig að maður verður ör-
magna eftir keppnina.
í aprílmánuði árið 1964, þ. e.
nokkrum mánuðum á undan banda-
rísku Olympíukeppninni, töluðum
við George tímunum saman um það,
hvernig við gætum sem bezt skipu-
lagt þjálfunina fyrir þær þrjár
keppnir, sem biðu mín, og hvernig
bezt væri fyrir mig að haga mér í
sjálfum keppnunum. Þar var um að
ræða Utanhúslandsmótið bandaríska
í júlílok, bandarísku Olympíukeppn-
ina í ágústlok og svo sjálfa Olym-
píuleikana 6 vikum síðar. Það yrði
ógerlegt fyrir mig að mynda há-
markskeppnisspennu í öll þrjú
skiptin, bæði líkamlega og sálfræði-
lega séð. Við vissum, að sumir beztu
bandarísku sundmennirnir mundu
alveg sleppa þátttöku í Utanhús-
landsmótinu og að sumir mundu
taka þátt í því án þess að gera til-
raun til þess að mynda hámarks-
keppnisspennu, heldur geyma slíkt,
þangað til kæmi að bandarísku Ol-
ympíukeppninni. En þeir yrðu samt
einnig að mynda hámarkskeppnis-
spennu tæpum 6 vikum síðar, þeg-
ar að sjálfum Olympíuleikjunum
kæmi. Og það yrði óskaplega erfitt
að verða að gera slíkt tvisvar sinn-
um á svo stuttum tíma.
Við George fengum róttæka húg-
mynd. En setjum nú sem svo, að ég
legði mig allan fram og myndaði
þessa innri hámarkskeppnisspennu
fyrir Utanhúslandsmótið í júlí, en
1. Hver var forseti
Bandaríkjanna um
síðustu aldamót?
2. Eftir hvern er bók-
in „Óp bjöllunnar"?
3. Hvaða dag og ár var
innrásin mikla gerð
í Normandí í seinni
heimsstyrj öldi nni ?
4. Hver var forsætis-
ráðherra fslands ár-
ið 1930?
5. Hvenær var Júgó-
slavía gerð að lýð-
veldi og Pétur kon-
ungur settur af?
7?
□
VEIZTII
--------------------------
6. Hvaða íslendingur
sigraði á Evrópu-
meistaramótinu 1946
og í hvaða grein?
7. Hvað þýðir nafnið á
bandaríska fylkinu
Ohio?
8. Hver er nú forsætis-
ráðherra Austur-
Þýzkalands?
9. Hver er forstöðu-
maður Handrita-
stofnunar íslands?
10. Hver var forsætis-
ráðherra íslands ár-
ið 1951?
________________________J
V