Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 29
GOLDA MEIR
27
fjölskyldunni farborða. Og fjöl-
skyldan varð að gera sér að góðu
að búa í tveim herbergjum á bak
við verzlunina. Fólk undrast nú
hina ofboðslegu starfsgetu Goldu,
en skýringin á henni er einfaldlega
sú, að hún hefur aldrei þekkt neitt
annað frá blautu barnsbeini en
vinnu og aftur vinnu. Hún varð að
opna verzlunina snemma á morgn-
ana og vinna þar, þangað til móð-
ir hennar kom tilbaka frá heild-
sölumarkaðnum, en þangað hafði
hún farið snemma morguns til þess
að gera innkaup. Og að skólatíma
loknum tók hún sér aftur stöðu á
bak við búðarborðið. „Mér var al-
drei veitt tækifæri til þess að verða
eyðilögð á iðjuleysi,11 segir Golda.
Að loknu námi í kennaraskóla og
kennslustörfum stutta hríð í Gyð-
ingaskóla í Milwaukee, ákvað Golda
að gerast útflvtjandi og flytja til
Palestínu til þess að hjálpa þar til
að koma á laggirnar Gyðingaríki.
Ákvörðun hennar varð enn einbeitt-
ari, eftir að hún hafði hlustað á
hrífandi ræðu, sem hinn ungi Da-
vid Ben-Gurion flutti, en hann var
þá í heimsókn í Milwaukee. En þá
stóð fyrri heimsstyrjöldin yfir, og
Golda varð að bíða. Meðan á bið-
inni stóð. gekk hún i hjónaband 19
ára að aldri. Brúðguminn hét Morr-
is Meyerson. Hann var af Gyðinga-
ættum og innflytjandi frá Rússlandi.
Hann starfaði sem skiltamálari og
átti erfitt uppdráttar. Morris var á
móti því, að þau flyttu til Pale-
stínu. En Golda lét sig ekki, og
hjónakornin sigldu svo af stað frá
New York árið 1921.
Golda minnist enn Ameríku með
mikilli hlýju. „Eg stend í mikilli
þakkarskuld við Ameríku,“ segir
hún. „Ég var ekki á flótta frá kúg-
un og öryggisleysi. Ég yfirgaf Ame-
ríku til þess að vinna að sjálfstæði
og öryggi fyrir þjóð mína.“
MÓTUN ÞJÓÐAR
Meyersonhjónin settust um síðir
að í fátæklegri íbúð í Jerúsalem.
Þar fæddust þeim tvö börn, sonur-
inn Menachem, sem nú er celloleik-
ari, og dóttirin Sarah, sem býr nú
á samyrkjubúi með manni sínum.
Sisco, aÖstoSarutanríkisráSherra
Bandaríkjanna, ásamt Goldu Meir.