Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
Fjallageitur í Klettafjöllunum.
um við okkur í heitu hveravatninu
í Radíumhverunum.
Hverir fundust í Klettafjöllunum
árið 1883. Mælingamenn á vegum
Kanadiska Kyrrahafsjárnbrautar-
félagsins sem unnu að því af miklum
ákafa að leggja teina yfir þetta
hrikalega svæði og tengja þannig
Vesturhéruðin við hinn hluta Kan-
ada, komu auga á þunnan gufustrók,
sem steig upp í loftið frá fjallstindi
nálægt stað þeim, sem kallast nú
Banff. Þeir fóru á vettvang til þess
að skoða þetta fyrirbrigði og fundu
þá sjóðheitan hver í kalksteinshelli.
Ýmsir vildu ná eignarétti yfir
hverum þessum, og leiddi það til
þess, að ráð Viktoríu drottningar gaf
út fyrirskipun um, að taka skyldi
frá 10 fermílna friðunarsvæði til
„heilsusamlegra afnota fyrir al-
menning. „Þetta var vísirinn að
Banffþjóðgarðinum og þjóðgarða-
kerfi, sem tekur nú til 30.500 fer-
mílna lands í samtals 24 þjóðgörð-
um allt frá Atlantshafi til Kyrra-
hafs. Hverirnir eru meðal þeirra
staða, sem helzt draga til sín gesti
þá, sem heimsækja fjallaþjóðgarð-
ana. Og ekki er líklegt, að aðdrátt-
arafl þeirra minnki. Uppstreymið í
Radíumhverunum er næstum 2%
milljón lítrar á dag af hinu heilsu-
samlega, heita uppsprettuvatni.
Við höfðum Louisevatn enn fyrir
aðalbækistöð okkar og héldum
áfram að ferðast þaðan um nær-
liggjandi afskekktari svæði. Við sá-
um hina einmanalegu tign Tíu-
tindadals, fórum í siglingu á Smar-
agðsvatni (en vatn það prýðir
kanadisku 10 dollara seðlana) og
fórum í gönguferðir við hið yndis-
fagra O'Haravatn í Yohoþjóðgarð-
inum.
Gönguferðir um göngustíga hina
afskekktari svæða eru bezta ráðið
til þess að komast í nána snertingu
við fjöllin og njóta þeirra furðu-
verka, sem hið volduga afl tímans
hefur skapað á milljónum ára. í
nágrenni O’Haravatns eru yfir 40
mílur fjallagöngustíga, og sumar
þær leiðir eru fegurstu gönguleið-
irnar í öllum Klettafjöllunum. Við
fætur okkar gat að líta skófir, hin-
ar frumstæðustu jurtir, sem uxu á
berum klöppum og steinum og
mynduðu smám saman jarðvegslag,
sem mun einhvern tíma verða und-
irstaða æðra jurtalífs. Beggja vegna
fjallastíganna gat að líta Alpafurur
og l'ífseigar jurtir, svo sem mosa-
jurtina, heyja endalausa baráttu