Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 103
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
101
um, sem krefjast mjög lítillar eða
engrar vinnu. Þeim eru veittar þess-
ar stöður, svo að þeir geti einbeitt
sér að þjálfuninni. Astralía er eitt
af þeim fáu löndum, þar sem er enn
gerður skarpur greinarmunur á
áhugamennsku og atvinnumennsku.
En samt eru áströlsku íþróttamenn-
irnir sendir í þjálfunarbúðir og látn-
ir dvelja þar alllengi, áður en Ol-
ympíuleikarnar hefjast.
Jarðarbúar utan Bandaríkjanna
fylgjast eins ákaft með Olympíu-
leikjunum í sjónvarpi og við fylgj-
umst með aðalkeppnum atvinnuliða
okkar í baseball og amerískri
knattspyrnu. Þessi ofboðslegi áhugi
veitir Olympíuleikjunum mikið
áróðursgildi, því að það er alveg ör-
uggt, að aragrúi áhugasams og eftir-
væntingarfulls fólks um víða veröld
mun fylgjast náið með keppnum og
úrslitum leikjanna. Margt af þessu
fólki skilur kannske ekki hin ýmsu
atriði, er snerta kommúnisma, lýð-
ræði eða kalda stríðið, en það skil-
ur og skynjar íþróttirnar og keppn-
isandann .Það fylgist með tveim
mönnum, sem keppa um gullmerk-
ið í hnefaleikum eða keppa í hlaup-
um eða sundi. Og það hugsar ekki
sem svo: „Jæja, sá betri vinnur.“
Það hugsar: „Sterkari þjóðin vinn-
ur.“ Rússar hafa verið alveg sér-
staklega leiknir í að auglýsa hæfni
Olympíuliðs síns fyrir vanþróunar-
þjóðunum. í augum Rússa eru Ol-
ympíuleikarnir sýningargluggi, sem
allt mannkynið skoðar í.
„SVIÐSETNING" f
MARSEILLE
Þessi fjögur gullmerki breyttu lífi
minu. Þegar ég sneri heim til Banda-
ríkjanna, dundi yfir mig heilt flóð
af beiðnum um að halda ræður,
veita viðtöl og koma fram í sjón-
varpi. f heimabæ mínum, Oswego-
vatni (Lake Oswego), var byrjað
að undirbúa hátíðisdag mér til heið-
urs. Og við bæjarmörkin hafði ver-
ið sett upp nýtt skilti, sem á stóð:
„Heimili Dons Schollanders". En nú
gafst mér sjaldan tækifæri til þess
að skreppa heim.
Dag einn um haustið árið 1964
var hringt í mig frá íþróttabanda-
lagi áhugamanna og staðfest, að mér
hefði verið boðið í heimsókn til
Frakklands ásamt Gary Illman.
Phil Moriarty, sundþjálfari við
Yaleháskólann, átti að verða farar-
stjóri okkar. Við áttum að taka þar
þátt í nokkrum sundsýningum og
einnig nokkrum keppnum og fá
tækifæir til þess að skoða landið.
Þetta virtist vera mjög freistandi
heimboð.
Við komum til Marseille og kom-
ust að því, að þar átti að verða
sýning. Við áttum að taka þátt í
einni einstaklingssundkeppni og
einu boðsundi. Eg spurði, hvort við
ættum að keppa gegn Alain Gott-
valles í keppnum þessum, og því
var svarað neitandi.
Gestgjafar okkar spurðu okkur
líka, hvort við værum loks búnir
að taka ákvörðun um, hvort við
tækjum þátt í miklu sundkeppn-
inni, sem h.alda átti í höfn Mar-
seilleborgar daginn eftir sýninguna.
Við afþökkuðum boðið, því að við
höfðum aldrei keppt í köldu vatni.
Gestgjafar okkar sögðu ekkert frek-
ar um þetta mál að sinni.