Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
Hvernig er að vera frægur rithöfundur? Hér segir
einn fremsti rithöfundur Bandaríkjanna frá þvi á
meinfyndinn og skemmtilegan hátt.
EFTIR
SHERWOOD ANDERSON
Viltu verða rithöfundur?
*
■*
*
' M/\V
\ /I\ /U
H
ritfærra manna eru
ýmsir, sem langar til
aS skrifa, en svo eru
íK aftur aðrir, sem lang-
vK/KíK** ar til þess eins að
verða rithöfundar. Þeir halda, að
með því móti muni þeir verða fræg-
ir menn. Þetta er skrítið. Ég þori
að fullyrða, að af þeim mikla fjölda,
sem fæst við ritstörf nú á dögum,
verða örfáir frægir.
Setjum nú svo, að þér séuð rit-
höfundur. Þér skrifið og skrifið og
að lokum tekst yður að koma bók
eftir yður á prent og síðan hverri
bókinni á fætur annarri. Það er birt
mynd af yður á bókmenntasíðunni
í stórblaðinu New York Times, og
svo spígsporið þér um götur og torg
og haldið ef til vill, að allir kannist
við yður. En þér gleymið því, að
jafnvel þó að frægir rithöfundar
eigi í hlut, þá er ekki víst að einn
maður af hverjum 100.000 hafi heyrt
þeirra getið.
Skömmu áður en seinasta bókin
yðar kom út, sendi útgefandi henn-
ar nokkur eintök af henni til ann-
arra rithöfunda, í því skyni að örva
með því sölu bókarinnar. Útgefand-
inn sagði við sérhvern þessara höf-
unda: „Ég held, að þetta sé prýði-
leg bók. Ef þér eruð mér sammála,
þætti mér vænt um, að þér vilduð
skrifa nokkur orð um hana.“
Rithöfundarnir sjá sér þann kost
vænstan að skrifa um bókina. Ann-
ars eiga þeir á hættu, að þér vilj-
ið ekki skrifa um bækur þeirra á
sínum tíma. Það er hins vegar
ósennilegt, að þeir geri sér það
ómak að lesa skrudduna. Þeir eru
vísir til að biðja tengdamæður sín-