Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 31
GOLDA MEIR
29
barn fari á mis við skólagöngu.
Rétt fyrir upphaf styrjaldarinnar
við Egyptaland árið 1956 skipaði
Ben-Gurion Goldu utanríkisráð-
herra. (Það var einnig samkvæmt
beiðni hans, að hún breytti ættar-
nafni sínu Meyerson í hina hebr-
esku þýðingu þess, sem er Meir).
Golda gegndi þessari stöðu fram til
ársins 1965, en þá hætti hún störf-
um og sagðist þarfnast hvíldar, enda
var hún þá orðin 67 ára.
í DEIGLUNNI
En brátt töldu starfsfélagar henn-
ar hana á að taka að sér starf aðal-
ritara verkalýðsflokksins, ráðandi
stjórnmálaflokks landsins. Það var
ekki eins mikill glæsibragur á því
starfi og utanríkisráðherraembætt-
inu, en því fylgdu í rauninni meiri
áhrif og völd. Henni tókst að styrkja
flokkinn með því að lokka tvö
flokksbrot aftur heim til föðurhús-
anna af mikilli snilld. Hún lét svo
loks af þessu starfi sínu fyrir flokk-
inn, þegar hún varð sjötug, og sneri
aftur til íbúðar sinnar í úthverfi
Tel Aviv með þessum orðum: „Nú
get ég látið það eftir mér að lesa
dálítið af góðum bókum.“
Þetta hefði getað orðið endir
langs og viðburðaríks starfsferils,
ef Levi Eshkol forsætisráðherra
hefði ekki andazt í ársbyrjun 1969.
Framámenn flokksins óttuðust, að
flokkurinn klofnaði í valdabaráttu
milli Moshe Dayans varnarmálaráð-
herra og Yigals Allons aðstoðarfor-
sætisráðherra. Þeir komust því að
þeirri niðurstöðu, að það væri að-
eins ein persóna, sem allur almenn-
ingur í landinu og öll flokksbrotin
gætu viðurkennt sem forsætisráð-
herra. Því var þess farið á leit við
Goldu, að hún tæki til staffa að
nýju og gerðist forsætisráðherra
landsins fyrst um sinn. í kosning-
unum í október sama ár var hún
svo kosin í embætti þetta til fjög-
urra ára. Sumir hvísluðu, að hún
væri orðin of gömul, og svar Goldu
var þá ævinlega stutt og laggott:
„Það er engin synd að vera sjö-
tugur.“ Svo bætti hún við: „Og það
er ekki heldur nein gleði í því fólg-
in.“
Viku eftir að Golda tók við starfi
sínu, hóf Nasser styrjöld gegn Isra-
el með fallbyssuskothríð yfir Súez-
skurð. Síðar sama ár fór Golda í
fyrstu opinberu heimsókn sína til
Bandaríkjanna sem forsætisráð-
herra ísraels. Afleiðingar hennar
urðu þær, að næsta ár sendu Banda-
ríkin ísrael Phantom orrustu- og
sprengjuþotur og önnur hergögn og
bandaríska þingið samþykkti að
veita ísrael 500 milljón dollara lán
til hergagnakaupa þar í landi.
Hið mikla vandamál Goldu og
reyndar allra Israelsmanna er þetta:
Hvaða stefnu á ísrael nú að taka?
Það eru uppgangstímar þar í landi
og næg atvinna handa öllum. En
horfurnar eru óvissari, þegar lengra
er horft fram á veginn. Bæði fsra-
elsmenn og Egyptar samþykktu að
visu að hætta öllum vopnaátökum
í ágúst 1970, en samt álíta stjórn-
málamenn, að það muni líklega líða
á iöngu, þangað til unnt verður að
finna varanlega lausn á þessu mikla
vandamáli í Mið-Austuriöndum.