Úrval - 01.09.1971, Side 31

Úrval - 01.09.1971, Side 31
GOLDA MEIR 29 barn fari á mis við skólagöngu. Rétt fyrir upphaf styrjaldarinnar við Egyptaland árið 1956 skipaði Ben-Gurion Goldu utanríkisráð- herra. (Það var einnig samkvæmt beiðni hans, að hún breytti ættar- nafni sínu Meyerson í hina hebr- esku þýðingu þess, sem er Meir). Golda gegndi þessari stöðu fram til ársins 1965, en þá hætti hún störf- um og sagðist þarfnast hvíldar, enda var hún þá orðin 67 ára. í DEIGLUNNI En brátt töldu starfsfélagar henn- ar hana á að taka að sér starf aðal- ritara verkalýðsflokksins, ráðandi stjórnmálaflokks landsins. Það var ekki eins mikill glæsibragur á því starfi og utanríkisráðherraembætt- inu, en því fylgdu í rauninni meiri áhrif og völd. Henni tókst að styrkja flokkinn með því að lokka tvö flokksbrot aftur heim til föðurhús- anna af mikilli snilld. Hún lét svo loks af þessu starfi sínu fyrir flokk- inn, þegar hún varð sjötug, og sneri aftur til íbúðar sinnar í úthverfi Tel Aviv með þessum orðum: „Nú get ég látið það eftir mér að lesa dálítið af góðum bókum.“ Þetta hefði getað orðið endir langs og viðburðaríks starfsferils, ef Levi Eshkol forsætisráðherra hefði ekki andazt í ársbyrjun 1969. Framámenn flokksins óttuðust, að flokkurinn klofnaði í valdabaráttu milli Moshe Dayans varnarmálaráð- herra og Yigals Allons aðstoðarfor- sætisráðherra. Þeir komust því að þeirri niðurstöðu, að það væri að- eins ein persóna, sem allur almenn- ingur í landinu og öll flokksbrotin gætu viðurkennt sem forsætisráð- herra. Því var þess farið á leit við Goldu, að hún tæki til staffa að nýju og gerðist forsætisráðherra landsins fyrst um sinn. í kosning- unum í október sama ár var hún svo kosin í embætti þetta til fjög- urra ára. Sumir hvísluðu, að hún væri orðin of gömul, og svar Goldu var þá ævinlega stutt og laggott: „Það er engin synd að vera sjö- tugur.“ Svo bætti hún við: „Og það er ekki heldur nein gleði í því fólg- in.“ Viku eftir að Golda tók við starfi sínu, hóf Nasser styrjöld gegn Isra- el með fallbyssuskothríð yfir Súez- skurð. Síðar sama ár fór Golda í fyrstu opinberu heimsókn sína til Bandaríkjanna sem forsætisráð- herra ísraels. Afleiðingar hennar urðu þær, að næsta ár sendu Banda- ríkin ísrael Phantom orrustu- og sprengjuþotur og önnur hergögn og bandaríska þingið samþykkti að veita ísrael 500 milljón dollara lán til hergagnakaupa þar í landi. Hið mikla vandamál Goldu og reyndar allra Israelsmanna er þetta: Hvaða stefnu á ísrael nú að taka? Það eru uppgangstímar þar í landi og næg atvinna handa öllum. En horfurnar eru óvissari, þegar lengra er horft fram á veginn. Bæði fsra- elsmenn og Egyptar samþykktu að visu að hætta öllum vopnaátökum í ágúst 1970, en samt álíta stjórn- málamenn, að það muni líklega líða á iöngu, þangað til unnt verður að finna varanlega lausn á þessu mikla vandamáli í Mið-Austuriöndum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.