Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
æ ofan í æ að draga saman seglin.
Hún hefur þjáðst af nýrnasteinum,
fengið gallsteinaköst, lungnabólgu
og æðabólgu, einnig þjáðst af mi-
grainehöfuðverkjum og algerri ör-
mögnun. Hún reykir 60—80 vindl-
inga á dag ættingum og vinum til
mikillar hrellingar. Hún gengur í
sérstökum skóm vegna afleiðinga af
fótbroti, er hún hlaut sem farþegi
í leigubíl í árekstri í Brooklyn fyrir
næstum 25 árum. Þegar hún var
eitt sinn spurð um heilsu sína, svar-
aði hún: „Þetta er ekkert alvarlegt,
aðeins svolítið krabbamein á einum
stað og svolitlir berklar á öðrum.“
FYRIRHEITNA LANDIÐ
Golda fæddist þ. 3. maí árið 1898
í Kiev, höfuðborg Úkrainu á dög-
um rússneska keisaraveldisins. Mo-
she Mabovitch, faðir hennar, var
snjall húsgagnasmiður, en samt lifði
fjölskyldan við sult og seyru. Hún
varð líka fyrir miklum trúarofsókn-
um, og ljótir atburðir af slíku tagi
voru tíðir á bernskuárum hennar.
Hún minnist þess, að maður einn
kom eitt sinn að henni og annarri
lítilli telpu og að hann lamdi höfð-
um þeirra saman og sagði: „Svona
munum við fara með Gyðingana.
Við brjótum hausana á þeim og
losnum þannig við þá.“
Um gervallt Rússland reyndu
Gyðingar að nurla saman fyrir far-
gjaldi til Ameríku. Árið 1903 sigldi
Moshe Mabovitch af stað til New
York og skildi eiginkonu sína og
þrjár dætur eftir, Shönu, þá elztu,
sem býr nú í ísrael, Goldu, sem var
í miðið, og Zipporah, sem býr nú í
Br.idgeport í Connecticutfylki. Þeg-
Golda Meir: — Nágrannar okkar vilja
okkur feiga. En viö ætlum okkur að
lifa áfram ...
ar Golda var orðin 8 ára gömul,
sendi Moshe fjölskyldu sinni farar-
eyri. Hann hafði fengið atvinnu sem
járnbrautarstarfsmaður í Milwau-
kee í Wisconsinfylki. í augum Ma-
bovitchfjölskyldunnar var Ameríka
hið fyrirheitna land frelsis og
menntunar.Golda hóf strax nám í
fyrsta bekk í barnaskólanum við 4.
stræti. Hún hafði þá aldrei kynnzt
öðru tungumáli en Gvðingamálinu
Yiddish, en hún náði samt fljótt
tökum á enskunni. Og að tveim ár-
um liðnum var hún orðin efst í
bekknum sínum.
En lífið var samt ekki auðvelt í
fyrirheitna landinu. Móðir Goldu
opnaði litla matvöruverzlun til þess
að hjálpa manninum sínum að sjá