Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
þessu en Roy Saari, annar Banda-
ríkjamaður, sem var aðalkeppinaut-
ur minn í 400 metra sundinu.
É'g minntist 500 yarda keppni í
apríl árið 1963, þegar Saari fór mjög
illa með mig með því að synda um
stund hægar en venjulega. Roy býr
yfir stórkostlegu hraða- og tíma-
skyni. Og ég hafði látið hann rugla
mig algerlega í ríminu. En síðar á
sama ári galt ég honum líku líkt.
Og það, sem þá hafði gerzt, hafði
nú áhrif á bardagaaðferð mína. Á
Olympíuleikjunum árið 1964 var það
enn skylda að snerta laugarendann
með höndunum, þegar maður sneri
sér við. Þegar maður snertir hann
aðeins með fótunum, fær maður
betri spyrnu, heldur en þegar mað-
ur snertir vegginn með hendinni
fyrst og ýtir sér síðan frá honum
með fótunum, en maður eyðir líka
meiri orku í það. Maður vinnur að
vísu svolítið á því að ýta sér samt
frá veggnum með fótspyrnu, en
samt ekki nóg, fyrst maður verður
fyrst að snerta vegginn með hend-
inni.* Því er það ekki eins þýðing-
armikið að spyrna sér frá laugar-
veggnum með fótunum, þegar um
löng kappsund er að ræða.
í þessari annarri keppni árið 1963
syntum við Roy fyrsta spölinn al-
veg hlið við hlið. En þegar ég sneri
mér við í fyrsta skipti í laugarend-
anum, spyrnti ég mér frá veggnum
með fótunum. Og þá tókst mér að
komast heilli líkamslengd fram úr
‘Reglum þessum var breytt árið
1965, og var sundmönnum þá leyft
að snerta vegginn með hvaða hluta
líkamans sem þeir kjósa.
honum. Þetta ruglaði hann sem
snöggvast í ríminu. Hann gat ekki
trúað því, að ég hefði í raun og veru
spyrnt mér frá veggnum með fót-
unum í fyrsta snúningnum. Og hann
varð því að taka mikið á til þess að
ná mér í fyrstu bakaleiðinni. Hon-
um tókst það að vísu, en hann hafði
lagt of hart að sér til þess að tak-
ast það. Og ég varð honum því yfir-
sterkari það sem eftir var leiðar-
innar.
Og nú, þegar 400 metra keppnin
með frjálsri aðferð var á næsta
leiti, komst ég að þeirri niðurstöðu,
að Roy mundi búast við því af mér,
að ég spyrnti mér nú einnig frá
veggnum með fótunum í fyrsta
snúningnum. Og því gerði ég ráð
fyrir því, að hann mundi líka gera
hið sama. É'g hélt, að hann mundi
jafnvel einnig gera slíkt í öðrum
snúningnum og reyna að ná sterk-
ari aðstöðu sálfræðilega með því að
komast vel fram úr mér. Ég ákvað
því að spyrna mér frá veggnum með
fótunum bæffi í fyrsta og öðrum
snúningnum.
í keppninni spyrntum við okkur
báðir frá veggnum með fótunum í
fyrsta snúningnum. Roy andar til
vinstri. Og við gátum því ekki séð
hvorn annan í fyrstu bakaleiðinni.
Þegar ég kom að laugarveggnum
í fyrstu bakaleiðinni, fór ég eins að
og í fyrsta snúningnum. Ég spyrnti
mér einnig frá veggnum með fótun-
um í öðrum snúningnum. Þegar ég
gat byrjað að anda aftur, sá ég, að
ég var heilli líkamslengd á undan
keppinautunum í rennum númer 3
og 4. í rennu númer 2 var svo Saari.
Hann dró andann í fyrsta skipti eft-