Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 100

Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL þessu en Roy Saari, annar Banda- ríkjamaður, sem var aðalkeppinaut- ur minn í 400 metra sundinu. É'g minntist 500 yarda keppni í apríl árið 1963, þegar Saari fór mjög illa með mig með því að synda um stund hægar en venjulega. Roy býr yfir stórkostlegu hraða- og tíma- skyni. Og ég hafði látið hann rugla mig algerlega í ríminu. En síðar á sama ári galt ég honum líku líkt. Og það, sem þá hafði gerzt, hafði nú áhrif á bardagaaðferð mína. Á Olympíuleikjunum árið 1964 var það enn skylda að snerta laugarendann með höndunum, þegar maður sneri sér við. Þegar maður snertir hann aðeins með fótunum, fær maður betri spyrnu, heldur en þegar mað- ur snertir vegginn með hendinni fyrst og ýtir sér síðan frá honum með fótunum, en maður eyðir líka meiri orku í það. Maður vinnur að vísu svolítið á því að ýta sér samt frá veggnum með fótspyrnu, en samt ekki nóg, fyrst maður verður fyrst að snerta vegginn með hend- inni.* Því er það ekki eins þýðing- armikið að spyrna sér frá laugar- veggnum með fótunum, þegar um löng kappsund er að ræða. í þessari annarri keppni árið 1963 syntum við Roy fyrsta spölinn al- veg hlið við hlið. En þegar ég sneri mér við í fyrsta skipti í laugarend- anum, spyrnti ég mér frá veggnum með fótunum. Og þá tókst mér að komast heilli líkamslengd fram úr ‘Reglum þessum var breytt árið 1965, og var sundmönnum þá leyft að snerta vegginn með hvaða hluta líkamans sem þeir kjósa. honum. Þetta ruglaði hann sem snöggvast í ríminu. Hann gat ekki trúað því, að ég hefði í raun og veru spyrnt mér frá veggnum með fót- unum í fyrsta snúningnum. Og hann varð því að taka mikið á til þess að ná mér í fyrstu bakaleiðinni. Hon- um tókst það að vísu, en hann hafði lagt of hart að sér til þess að tak- ast það. Og ég varð honum því yfir- sterkari það sem eftir var leiðar- innar. Og nú, þegar 400 metra keppnin með frjálsri aðferð var á næsta leiti, komst ég að þeirri niðurstöðu, að Roy mundi búast við því af mér, að ég spyrnti mér nú einnig frá veggnum með fótunum í fyrsta snúningnum. Og því gerði ég ráð fyrir því, að hann mundi líka gera hið sama. É'g hélt, að hann mundi jafnvel einnig gera slíkt í öðrum snúningnum og reyna að ná sterk- ari aðstöðu sálfræðilega með því að komast vel fram úr mér. Ég ákvað því að spyrna mér frá veggnum með fótunum bæffi í fyrsta og öðrum snúningnum. í keppninni spyrntum við okkur báðir frá veggnum með fótunum í fyrsta snúningnum. Roy andar til vinstri. Og við gátum því ekki séð hvorn annan í fyrstu bakaleiðinni. Þegar ég kom að laugarveggnum í fyrstu bakaleiðinni, fór ég eins að og í fyrsta snúningnum. Ég spyrnti mér einnig frá veggnum með fótun- um í öðrum snúningnum. Þegar ég gat byrjað að anda aftur, sá ég, að ég var heilli líkamslengd á undan keppinautunum í rennum númer 3 og 4. í rennu númer 2 var svo Saari. Hann dró andann í fyrsta skipti eft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.