Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 8
6
Fær barnið blá eða brún
augu?
Ljósop augans er á
lithimnunni, sem er
nokkurs konar litað
forhengi, er takmarkar
aðgang ljóssins til innri
hluta augans. Þótt þetta
forhengi sé lítið, gegnir
það mikilsverðu hlut-
verki, sem líkja má við
varðmann á verði. Lit-
himnan er aldrei í ró.
Hún starfar án afláts
allan daginn, og jafn-
vel meðan sofið er. Þeg-
ar auganu er rennt inn
á við eða upp á við,
dregst ljósopið saman,
og sýnir það, að lit-
himnan er stöðugt virk.
Lithimnan er mynduð
úr vöðvavef, blóðæðum,
lymfuvef og taugum.
Taugarnar gegna flóknu
hlutverki. Sérstakar
taugar standa í sam-
bandi við vöðvavefinn,
sem þenur ljósopið út,
og aðrar taugar stjórna
samdrætti ljósopsins,
eftir því sem ljósstyrk-
ieiki sá, er mætir aug-
unum, segir til um.
Við tökum sérstak-
lega eftir lit lithimn-
unnar, enda hefur hann
orðið mörgum skáldum
verðugt yrkisefni. Lit-
urinn stafar áf því,
hvernig pigment (litar-
efnis)-frumurnar hafa
setzt fyrir í lithimn-
unni. Rannsóknir hafa
sýnt, að dökku pig-
mentfrumurnar setjast
fyrst á innra yfirborð
lithimnunnar fyrir fæð-
ingu. Þetta skýrir það,
hvers vegna augu ný-
fæddra barna eru ætíð
blá — jafnvel hjá negr-
um. Seinna, að nokkr-
um vikum eða mánuð-
um liðnum, kemur svo
hinn varanlegi litur í
ljós. Þessi breyting staf-
ar af því, að fleiri pig-
mentfrumur setjast í
ytra yfirborð lithimn-
unnar.
Þetta er venjan. En
komið getur fyrir, að
annað augað haldi bláa
litnum, sem upphaf-
lega var, en hitt augað
sé dökkbrúnt eða jafn-
vel fleiri litir geta ver-
ið til staðar í sömu lit-
himnu, þannig að hún
sé marglit —• blá og