Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 5
í ÖRFÁUM ORÐUM
• Eiginkona, sem segist geta lesið eginmann sinn eins
og opna bók, gerir það samt reyndar mjög sjaldan. í stað
þess að hlaupa lauslega yfir það, sem henni geðjast ekki
að, — eins og allar konur gera, þegar þær lesa bœkur, —
þá fer hún yfir það aftur og aftur.
Neal O’Hara.
• Tíminn breytir öllu nema einhverju innra með okkur,
sem er alltaf jafn þrumu lostið yfir breytingunum.
Thomas Hardy.
• Sjónvarpsdagskrárnar eru að batna. Áður hafði mað-
ur aðeins rétt tíma til að fara fram í ísskáp til að sækja
bjór, á meðan auglýsingunum var skotið inn í dagskrár-
atriðið. Nú getur maður farið út og slegið allan grasflötinn!
Fletcher Knebel.
0 Okkur skilst, að einn kostur nýju þotanna, sem fara
hraðar en hljóðið, sé sá, að flugvélin er þegar komin yfir
Kansasfylki, þegar hún er búin að vekja krakkana í lUinois-
fylki.
Bill Vaughan.
0 Það einkennilega við spakmœli er það, að hversu
góð sem þau eru, þá er maður búinn að steingleyma þeim,
áður en maður veit af.
A.B.
0 Varastu framenda villisvínsins, afturenda asnans —
og allar hliðar stjórnmálamannsins.
N.N.