Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
Draugatrú hefur
verið landlæg á íslandi
allt frá fyrstu
tíð og
mun engan veginn
útdauð enn,
þótt nú sé hún algeng-
ust í nokkuð
breyttri mynd.
EFTIR
KRISTJÁN BERSA
ÓLAFSSON
Lítið
eitt
um
drauga
— Alþýðublað Hafnarfjarðar —
rið 1609 var birt á Al-
þingi konungsbréf út-
gefið 25. febrúar það
ár og undirritað af
Kristjáni IV. Danakon-
ungi í þessu bréfi var
lagt blátt bann við því óguðlega at-
hæfi að grafa upp líkama látinna
manna, misþyrma þeim og brenna,
en konungur hafði fregnað að slíkt
kæmi fyrir á íslandi. Astæður þess-
ara óvenjulegu fyrirmæla voru þær
að nokkrum vetrum fyrr höfðu gerzt
á Norðurlandi atburðir sem allmjög
urðu umtalaðir, og var ekki laust
við að þeir væru notaðir fyrir-
mönnum héraðsins til áfellis, og þá
einkum Guðbrandi biskupi Þorláks-
syni á Hólum. Segir í Skarðsárann-
ál Björns Jónssonar um þá atburði
á þessa leið:
„Uppgrafinn af Hólamönnum
Gvöndur Þorkelsson Loki, afstung-
ið höfuð, síðan brenndur. Kom það
til af því að sá Guðmundur var
gamall orðinn, illorður og leiðend-
ur: vildi eiga hreppsvist í Hjalta-
dal, en Þorkell Gamlason Hólastað-
arráðsmaður var hreppsins forsvar
með öðrum hreppstjórum og náði
sagður Gvöndur ekki hreppnum.
Hafði hann þá heitingarorð við Þor-
kel eður hans niðja. Dó svo Loki
fram í Skagafjarðardölum, grafinn
í Goðdölum. Átti Þorkell unga dótt-
ur, hét Sigríður; fékk hún þá að-
sókn og hörmulega ónáðan, svo það
var stórt sorgarefni fyrir hennar
foreldra og aðra sem sáu. Það bar
við þar á staðnum, að séra Arn-
grímur Jónsson (lærði) eina nott
vakti nokkurn tíma yfir þessari
veiku stúlku og hafði hana í fangi,
1 *
* A *
iK-
*