Úrval - 01.09.1971, Síða 28

Úrval - 01.09.1971, Síða 28
26 ÚRVAL æ ofan í æ að draga saman seglin. Hún hefur þjáðst af nýrnasteinum, fengið gallsteinaköst, lungnabólgu og æðabólgu, einnig þjáðst af mi- grainehöfuðverkjum og algerri ör- mögnun. Hún reykir 60—80 vindl- inga á dag ættingum og vinum til mikillar hrellingar. Hún gengur í sérstökum skóm vegna afleiðinga af fótbroti, er hún hlaut sem farþegi í leigubíl í árekstri í Brooklyn fyrir næstum 25 árum. Þegar hún var eitt sinn spurð um heilsu sína, svar- aði hún: „Þetta er ekkert alvarlegt, aðeins svolítið krabbamein á einum stað og svolitlir berklar á öðrum.“ FYRIRHEITNA LANDIÐ Golda fæddist þ. 3. maí árið 1898 í Kiev, höfuðborg Úkrainu á dög- um rússneska keisaraveldisins. Mo- she Mabovitch, faðir hennar, var snjall húsgagnasmiður, en samt lifði fjölskyldan við sult og seyru. Hún varð líka fyrir miklum trúarofsókn- um, og ljótir atburðir af slíku tagi voru tíðir á bernskuárum hennar. Hún minnist þess, að maður einn kom eitt sinn að henni og annarri lítilli telpu og að hann lamdi höfð- um þeirra saman og sagði: „Svona munum við fara með Gyðingana. Við brjótum hausana á þeim og losnum þannig við þá.“ Um gervallt Rússland reyndu Gyðingar að nurla saman fyrir far- gjaldi til Ameríku. Árið 1903 sigldi Moshe Mabovitch af stað til New York og skildi eiginkonu sína og þrjár dætur eftir, Shönu, þá elztu, sem býr nú í ísrael, Goldu, sem var í miðið, og Zipporah, sem býr nú í Br.idgeport í Connecticutfylki. Þeg- Golda Meir: — Nágrannar okkar vilja okkur feiga. En viö ætlum okkur að lifa áfram ... ar Golda var orðin 8 ára gömul, sendi Moshe fjölskyldu sinni farar- eyri. Hann hafði fengið atvinnu sem járnbrautarstarfsmaður í Milwau- kee í Wisconsinfylki. í augum Ma- bovitchfjölskyldunnar var Ameríka hið fyrirheitna land frelsis og menntunar.Golda hóf strax nám í fyrsta bekk í barnaskólanum við 4. stræti. Hún hafði þá aldrei kynnzt öðru tungumáli en Gvðingamálinu Yiddish, en hún náði samt fljótt tökum á enskunni. Og að tveim ár- um liðnum var hún orðin efst í bekknum sínum. En lífið var samt ekki auðvelt í fyrirheitna landinu. Móðir Goldu opnaði litla matvöruverzlun til þess að hjálpa manninum sínum að sjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.