Úrval - 01.09.1971, Side 113

Úrval - 01.09.1971, Side 113
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 111 íremsta hlunn með að gera það. En í lok sumarsins 1967 ákvað ég loks að gera það ekki. Ég gat ekki sleppt þessu síðasta námstímabili lokaárs- ins bara til þess að þjálfa mig fyrir Olympíuleikana. Ég hafði samið frið við sjálfan mig og komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri mér ekki nauðsynlegt lengur að vera bezti sundmaður heims. o—o Undirbúningur að Olympíuleikj- unum 1968 gekk á ýmsan hátt erf- iðlega, svo að það var brátt farið að kalla þá „Erfiðu Olympíuleik- ana“ eða „Vandræðaolympíuleik- ana“. Það var augsýnilegt, löngu áð- ur en þeir hófust, að það yrði við mikla erfiðleika að stríða. Fyrstu erfiðleikarnir komu í ljós í febrúar vegna aðskilnaðarstefnu Suður- Afríku í kynþáttamálum. Árið 1964 var Suður-Afríku meinuð þátttaka í leikjunum, vegna þess að stjórn- völdin vildu ekki veita svörtum íþróttamönnum landsins tækifæri til þess að taka þátt í þeim. Árið 1965 lét Suður-Afríkustjórn svo undan. Stjórnarvöld landsins ætluðu að leyfa svörtum íþróttamönnum frá Suður-Afríku að taka þátt í Ol- ympíuleikjunum árið 1968, og ætl- uðu þau þannig að senda „blandað" íþróttalið til Mexíkó. En þau bættu því við, að það yrði samt alger kyn- þáttaaðskilnaður í undirbúnings- keppnunum heima í Suður-Afríku. Fulltrúar frá 32 negraríkjum í Afríku komu því saman á mótmæla- fundi í Kongo til þess að mótmæla þessum aðskilnaði, og samþykktu fulltrúarnir að hætta því við þátt- töku í Olympíuleikjunum í mót- mælaskyni. Rauða-Kína sendir alls enga íþróttamenn á Olympíuleik- ana, en samt lýstu stjórnarvöld landsins yfir ákveðnum stuðningi sínum við mótmæli þessi og bentu afrísku þjóðunum jafnframt á, að Rússar hefðu ekki lýst yfir því, að þeir mundu einnig styðja þessi mót- mæli með því að hætta við þátttöku í leikjunum. Þessi yfirlýsing Kín- verja kom Rússum í slæma klípu. Og það var gefið í skyn, að Austur- Evrópuþjóðirnar mundu fylgja for- dæmi Rússa, ef þeir hættu við þátt- töku sína í leikjunum. Þannig væri hálfur heimurinn hættur við þátt- töku í Olympíuleikjunum, og því gæti ekki orðið neitt af þeim. Því lét Alþjóðlega Olympíunefndin undan, og Suður-Afríku var aftur meinuð þátttaka í leikjunum. Af- staða mín var þessi: Ég vildi fá Suður-Afríku sem þátttakanda í Ol- ympíuleikjunum. Ég vildi einnig fá svarta þátttakendur frá Suður- Afríku, en þeir hlutu einnig að verða sendir, jafnvel þótt um að- skilnað yrði að ræða í undankeppn- unum. Ég vildi fá svarta þátttak- endur þaðan, vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því, hve mikið þess- ir svörtu íþróttamenn gætu gert fyrir sína svörtu samlanda með því að standa sig vel á leikjunum. Sem dæmi mætti taka áhrifin af þátttöku Jesse Owens í Olympíu- leikijunum í Berlín árið 1936 á valdatíma nazista í Þýzkalandi og sigri hans þar. Hvor hafði betur, Owens eða Hitler? Og hverjir voru fyrstu svertingjarnir í Bandaríkjun- um, sem tókst að brúa bilið milli kynþáttanna þar? Það voru lista-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.