Úrval - 01.09.1971, Síða 116
114
ÚRVAL
gerði það ekki, og ég varð annar.
"Ég hefði auðvitað kosið að sigra,
en ég velti ekki mikið vöngum yfir
þessum úrslitum, þegar að lokaat-
höfninni kom. Sú hugsun var efst í
huga mér, hversu feginn ég væri,
að þetta væri nú allt afstaðið. Og
þegar ég sá orðin „MÚNCHEN
1972“, sem virtust. þrungin bjart-
sýni, fór ég enn á ný að hugsa um
þá erfiðleika, sem verða mundu á
vegi Olympíuleikjanna í framtíð-
inni.
ÁÆTLUN, SEM MIÐAR AÐ ÞVÍ
AÐ BJARGA
OLYMPÍULEIKJUNUM
Ferli mínum sem sundmanni er
nú lokið. En ég hef enn innilegan
áhuga á því, að Olympíuleikarnir
haldi áfram og dafni. Það er stað-
reynd, að „áhugamennskan“ í
íþróttum er nú dauð og grafin, og
að hátindur áhugamennskunnar í
íþróttum, sjálfir Olympíuleikarnir,
er nú í hættu staddir. Það er sem
sé hætta á því, að þeir leggist niður.
Hvað ætti ég fyrst að nefna. Ég
hef nokkrar uppástungur fram að
færa:
Bjargið Olympíuleikjunum und-
an áhrifavaldi stjórnmálaátakanna.
Ríkisstjórnir notuðu Olympíuleik-
ana sem áróðurstæki í mörg ár á
undan Olympíuleikjunum 1968. En
árið 1968 varð samt ógnvænleg þró-
un á þessu sviði. Olympíuleikarnir
urðu að baráttutæki, vopni, þegar
Suður-Afríkumálið skaut upp koll-
inum. Þeir urðu að vogarstöng, sem
notuð var gegn ríkjandi ríkisstjórn-
um til þess að neyða fram breyt-
ingu á stjórnmálastefnu þeirra.
Rauða-Kína beitti jafnvel þvingun-
aráhrifum gegn Sovétríkjunum og
breytti jafnframt Olympíuhreyfing-
unni. Og Alþjóðlega Olympíunefnd-
in lét þetta viðgangast.
Hver verður endirinn, fyrst það
hefur verið látið viðgangast, að al-
þjóðleg stjórnmálasamtök ráði
stefnu og markmiði Olympíuleikj-
anna? Hafi Alþjóðlega Olympíu-
nefndin rétt til þess að skipa Suð-
ur-Afríku fyrir verkum í innanrík-
ismálefnum hennar, getur hún þá
einnig sagt Rússum, að íþróttamenn
þeirra megi ekki gegna herþjón-
ustu í rússneska hernum jafnframt
þátttöku í Olympíuleikjunum? Get-
ur hún skipað Austur-Evrópulönd-
unum að hafa frjálsar kosningar
með frambjóðendum tveggja flokka?
Þegar hinar svörtu Afríkuþjóðir
og kommúnisku þjóðirnar hótuðu
að hætta þátttöku í Olympíuleikj-
unum, ef Suður-Afríku væri leyfð
þátttaka í beim (jafnvel þótt í liði
Suður-Afríku yrðu bæði hvítir og
svartir íþróttamenn), hefði Alþjóð-
lega Olympíunefndin átt að svara á
þessa leið: „Jæja þá, okkur þykir
leitt ,að þið verðið ekki með. Við
munum þá halda Olympíuleikana
með þátttöku hálfs mannkynsins.
Og þið verðið boðnar velkomnar,
þegar þið eruð tilbúnar til þess að
hefja þátttöku í Olympíuleikjunum
að nýju.“
Alþjóðlega Olympíunefndin veitti
hvaða þjóðasamtökum sem eru vald
til þess að binda endi á Olympíu-
leikana, þegar hún neitaði að halda
fast við sína afstöðu. Skjóti svipað
vandamál upp kollinum árið 1972
og svo aftur árið 1976, er þá ekki