Úrval - 01.09.1971, Page 81

Úrval - 01.09.1971, Page 81
79 LÍTIÐ EITT UM DRAUGA Úr þessu má þó ekki gera of mikið. Margt af þessu má fullvel skýra með einu undirstöðulögmáli allra töfra: það sem gert er við eft- irmynd kemur fram á fyrirmynd- inni og öfugt. Nú er sálin um margt eftirmynd líkamans, og sú trú var algeng að skaðar eða áverkar sem sálin varð fyrir í hamförum eða holdgun kæmu fram á líkamanum sem á meðan lá sofandi eða í dái. Á sama hátt getur það sem gert er við líkamann haft áhrif á sálina, og þannig getur afhöggvinn haus lagð- ur við þjó hafa verið talinn hindra aíturgöngu, án þess að menn hafi beinlínis búizt við að skrokkurinn sjálfur færi á stjá. En hvort sem þessi trú á að skrokkurinn sjálfur gengi aftur hef- ur verið jafnalgeng og sumir hafa ætlað eða ekki, verður hinu ekki móti mælt að náin tengsl voru á milli afturgöngu og líkamans í gröf- inni. Hola stungin í leiði olli fóta- kulda, og sagt er að drykkjumaður hafi eitt sinn mælzt til þess að áfengi væri hellt yfir gröf hans og kveðið við það tækifæri þessa stöku: Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna. Beinin mín í brennivín bráðlega langar núna. Þá var dauðum mönnum ævin- lega annt um bein sín og gerðu iðu- lega vart við sig væri við þeim hróflað. En slíkt hefur aldrei verið talið til draugagangs á fslandi, þótt dauðir menn létu til sín heyra að gefnu tilefni. Þótt aðeins fáeinir gengju raun- verulega aftur, gátu allir átt það til. Engan var hægt að útiloka frá því fyrirfram, en þó voru menn mjög misjafnlega líklegir til þess. Hættast við afturgöngu var mönn- um sem þegar í lifanda lífi skáru sig úr á einhvern hátt, voru ein- rænir og ómannblendnir eða ill- gjarnari en almennt gerist. Þá gengu iðulega aftur menn sem létu lífið voveiflega, fórust af slysförum eða lögðu hönd á sig sjálfir. Sú trú að þessir menn gengju aftur öðr- um fremur mun eiga skylt við for- lagatrú. Menn sem fórust sviplega og þá einkum sjálfsmorðingjar höfðu ekki lifað allan þann tíma sem þeim var í öndverðu áskapað af æðri máttarvöldum, og voru því dæmdir til að vera á ferli sem draugar þar til sá tími var úti. Þá fara margar sagnir af mönnum sem höfðu í heitingum fyrir andlátið eins og Gvendur Loki eða dóu með formælingu á vör. Mátti telja nokk- uð öruggt að þessir menn gengju aftur og leituðust við að koma fram þeim hefndum dauðir sem þeim lá heitast á hjarta lifandi. Og enn aðr- ar ástæður gátu valdið afturgöngu. Nirflar gengu aftur til fjár síns, ást- fangnir menn vitjuðu heitkvenna sinna og svona mætti lengi telja. Til varnar gegn draugum eru ým- is ráð. Krossmarkið var að sjálf- sögðu öflugt og sama gilti um guðs- orðabækur og bænalestur. — Séra Björn Halldórsson í Sauðlæksdal segir í Atla að hanagal fæli drauga, og má vera að það standi í sam- bandi við að haninn er morgunfugl, boðberi hins nýja dags, en draug- um er myrkur kærara en sólar- gangur. Draugum er lítið um kvik- naktar manneskjur gefið, og hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.