Úrval - 01.09.1971, Side 58

Úrval - 01.09.1971, Side 58
56 ÚRVAL það var næstum ótrúlegt, —■ var hún kona, — eða var .hún draum- ur. Hún var sannarlega kona, — kona sem þorði að lifa lífinu eftir eigin geðþótta. En henni var allt fyrirgefið, hún var „hin guðdóm- lega Sarah.“ Hún gerði meira fyrir aðra, en aðrir gerðu fyrir hana, og þess vegna var hún oftast ham- ingjusöm. En hún fór ekki varhluta af sorginni, komst fljótt að því að ást getur fljótlega snúizt í hatur. Quand mémé, þrátt fyrir allt, var eftirlætis orðtæki hennar. Þrátt fyr- ir mótbyr og sorgir, stóð hún á leiksviðum Parísar, eða einhvers staðar annars staðar í heiminum, í sextíu ár. Það var ekkert sem gat hindrað það. Móðir Söruh Bernhardt hét Júlía og var hollenzk að uppruna. Hún var af fátæku fólki komin og varð snemma að vinna fyrir sér. Hún vann í tízkuverzlun á vinstri bakka Signu, og var svo falleg að karl- menn tóku strax eftir henni. Um jólaleytið hitti hún ungan stúdent, á veitingastofu í Quartier Latin; hann hét Edouard Bernhardt og var auðmannssonur frá Le Havre. Þau urðu strax ástfangin hvort af öðru og Edouard leigði litla íbúð handa vinkonu sinni. I þeirri íbúð fæddist dóttir þeirra Sarah. En þá höfðu þau slitið samvistum, Edou- ard var farinn til Le Havre og vann að fyrirtæki föður síns, og Júlía hans veitti öðrum blíðu sína. Þegar Edouard frétti að hún hefði fætt dóttur, flýtti hann sér til Parísar og viðurkenndi faðernið opinberlega. Hann lagði sinn skerf til framfærslu Söruh, meðan hann lifði. En Sarah hitti sjaldan föður sinn, hann var oftast á ferðalögum í verzlunarer- indum. Móðir Söruh varð þekkt gleði- kona í samkvæmissölum Parísar. Hún var tilbeðin og elskuð og var stórkostlega fögur. Hreyfingar henn- ar voru fullar yndisþokka. Hún tal- aði ekki mikið, en var því snið- ugri. Á hverju kvöldi hafði hún opið hús, í ljómandi íbúð sinni á rue Saint Honoré — þeir karlmenn sem hún veitti blíðu sína, héldu yf- irleitt tryggð við hana ævilangt. Sá sem var fremstur í flokki var her- toginn af Morny, stjúpbróðir Napó- lenons III. Hann var mjög áhrifa- ríkur maður í Frakklandi, hjarta- góður og gjafmildur, ekki sízt við dætur hinnar fögru Júlíu, Söruh, Jeanne og Reginu. Það sem aðallega angraði Söruh og gerði henni lífið leitt, var að móðir hennar var ekki góð við hana; hún dáði aðeins hina kátu og hlýðnu Jeanne. Sarah tók sér þenn- an kulda móðurinnar mjög nærri. En hún tók þá afstöðu að gjalda í sömu mynt, lífið, sérstaklega það líf sem hún var ásjáandi að kenndi henni að brynja sig fyrir því. Hún varð taugaóstyrk, yfirspennt, eirð- arlaus og þunglynd. En stundum varð hún ofsalega kát. Það sem fór mest í taugarnar á henni, var tilgangsleysið í lífi móðurinnar, því að Sarah var dugleg og framtaks- söm. Hertoginn af Morney sá að hin fagra ástmey hans leið sálar- kvalir vegna framkomu þessa und- arlega barns, og hann stakk upp á því eitt kvöldið, að Sarah sneri sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.