Úrval - 01.09.1971, Side 124

Úrval - 01.09.1971, Side 124
122 ÚRVAL helzta máttarstoð mannréttindabar- áttunnar. Stevens barðist með kjafti og klóm fyrir því, að 14. stjórnarskrár- breytingin yrði samþykkt og ákvæðum hennar framfylgt. En hann vildi samt fá samþykktar enn róttækari og ákveðnari breytingar og hófst handa við að gera uppkast að 15. stjórnarskrárbreytingunni. Hún náði að vísu ekki samþykki fyrr en eftir dauða hans, en hún tryggði kosningarrétt til handa öll- um borgurum landsins, hver svo sem kynþáttur þeirra eða litarhátt- ur var. Hann barðist fyrir samþykkt laga um stofnun til aðstoðar leys- ingjum, en samþykkt þeirra varð til þess, að fátækir negrar og hvítir fátæklingar fengu matgjafir og börn þeirra ókeypis skólagöngu. Hann vann að því að koma á laggirnar dómstólum til tryggingar því, að leysingjar gætu náð rétti sínum. Dómstólar þessir nutu stuðnings stjórnarhersins, þegar með þurfti. Þessi gamli og klunnalegi maður var nú ómótmælanlega hinn raun- verulegi leiðtogi þjóðþingsins. Þeg- ar hann reis á fætur til þess að taka til máls, tautaði hann fyrst við sjálf- an sig, en þingmenn þögnuðu og andrúmsloftið fylltist eftirvæntingu. Skyndilega lyfti hann höfði. Hann hnyklaði dökkar brýrnar og lyfti löngum vísifingrinum upp í áherzlu- skyni. Og rödd hans kvað við, sterk og lífmikil. Hann talaði enga tæpi- tungu, heldur korn sér beint að efn- inu. Hann hélt því fram, aS ekkert þeirra ríkja, sem sagt höfðu sig úr ríkjasambandinu ætti að fá inn- göngu í það aftur, fyrr en það hefði veitt öllum þegnum sínum fullan kosningarétt. Hann vildi einnig, að allar stórar plantekrur yrðu gerðar upptækar og að hverjum leysingja yrðu gefnar 40 ekrur lands. John- son forseti fylltist skelfingu, er hann heyrði þessa róttæku uppá- stungu. Og hann lýsti því yfir op- inberlega, að Stevens væri land- ráðamaður, sem ætti skilið að verða hengdur. Stevens kallaði forsetann aftur á móti skálk og fífl. Þegar einn þingmannanna reyndi að koma á sáttum á milli þeirra með því að bera í bætifláka fyrir Johnson for- seta við Stevens og leggja áherzlu á, að forsetinn „væri sjálfgerður maður“, svaraði Stevens bara í styttingi. „Gleður mig að heyra það. Það leysir Guð Almáttugan undan þungri ábyrgð.“ Síðan hófust opinber ríkisréttar- höld. Hinum róttæku tókst ekki að fá forsetann rekinn frá völdum. Þar munaði þó aðeins einu atkvæði. Stevens dró sig í hlé á heimili sínu í Washington, vonsvikinn og sjúk- ur. Hann varð sífellt var við, að leysingjar urðu að mæta fáfræði og kynþáttahleypidómum, sem urðu þeim fjötur um fót. Honum fannst því sem hann hefði alls ekki náð settu marki í baráttu sinni og lífs- starf hans væri unnið fyrir gýg. Það var aðeins hin kaldhæðnislega kímnigáfa hans, sem hélt örvænt- ingu hans í skefjum. Einn gestur Stevens sagði eitt sinn við hann í kurteisisskyni, er hann var orðinn 76 ára, að hann liti vel út. Þá svar- aði Stevens: „Það er ekki útlit mitt, sem veldur mér áhyggjum, heldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.