Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
beldi ekki óalgengt. Meira en fjórði
hluti puttaferðafólks, sem varð
fórnardýr kynferðisglæpamanna í
Boston á síðasta ári, var barinn,
stunginn með hníf eða skotinn.
Ein þeirra, sem var hjúkrunarnemi,
var höfð fyrir skotmark, barin og
margnauðgað og fékk slíkt áfall af
skelfingu, að hún var mállaus í
tvær vikur.
Þannig er puttaferðamanneskja,
sem er ein á ferð, freistandi skot-
mark glæpamanna, sem gera sér
ferðir um bá vegi, þar sem mest er
af slíku ferðafólki, en það er venju-
lega nálægt bæjum, þar sem eru
stórir háskólar eða menntaskólar.
Glyn Thomas Stapelton er einkenn-
andi fyrir þjóðvegaglæpamanninn.
Hann var kvæntur og átti litla dótt-
ur. A daginn var hann maður, sem
var léttur í máli og vann mikið sem
línumaður hjá símanum og hafði ó-
flekkaða sakaskrá. En hann var Je-
kyll og Hvde-persónuleiki, þ. e. geð
klofi. A kvöldin var hann á sveimi
kringum menntaskólaheimavistir í
Denver eða Boulder og leitaði að
stúlkum, sem ferðuðust á puttan-
um. Það var aldrei erfitt að finna
þær. (Stapelton afplánar nú lífs-
tíðardóm.)
Lögreglan segir, að venjulega geti
hún iítið gert við þessu ofbeldi á
þióðvegunum. Flestir glæpamann-
anna halda áfram að ganga lausir
vegna þess að aðeins ein af hverjum
fimm stúlkum, sem ráðizt er á, er
líkleg til að kæra það. Margar stúlk
ur skammast sín of mikið vegna
bessarar reynslu og ef þær eru ekki
meiddar, kjósa þær heldur að kom-
ast hiá miklum spurningum og opin
berum réttarhöldum. Þar að auki
finnst bæði lögreglunni og dómstól
um kynferðisglæpir oft lítilvægir,
þ. e. a. s. ef ekki hafa fylgt alvar-
leg meiðsl eða um er að ræða kyn-
villu. „Hvers vegna ættum við að
sóa tímanum?“ segir rannsóknarlög
reglumaður á vesturströndinni. —
„Flestir kviðdómendur álíta að með
því að lyfta þumlinum hafi stúlkan
beðið um þetta.“
Allt kemur þetta heim og saman
við kynferðisglæpamanninn á þjóð-
veginum. Hann veit, að möguleik-
ar á því að verða gripinn eru litlir,
og margir gerast svo djarfir þess
vegna, að þeir undirbúa komu fórn
ardýrsins. Sem dæmi má nefna, að
þegar stúlka kemur inn í bíl, þá
kemst hún að raun um að engin
handföng eru á hurðunum innan-
verðum. En það er of seint, hún er
í gildru. Þegar fórnardýrin eru kom
in í gildruna, þá er farið með þau
á staði, sem oft hafa verið vandlega
valdir fyrirfram.
En svo kærulausir, sem glæpa-
mennirnir virðast vera gagnvart
því að verða gripnir, þá virðast ung
lingarnir vera ennþá kærulausari
gagnvart hættunni. Það er eins og
hlustað sé á skemmda grammófón-
plötu, sama setningin heyrist alltaf:
,.Ég vissi að slíkt gerðist, ég hélt
bara að þetta kæmi ekki fyrir mig.“
Þetta virðist ótrúlegur barnaskapur.
Hvað er hægt að gera? Á síðasta
ári, er nauðganir voru komnar upp
í 50% á svæðinu á sex mánuðum.
setti lögreglan í San Diego af stað
allsherjar herferð til þess að vara
puttaferðafólk við hinni vaxandi
hættu. Lögreglumenn á eftirlitsferð