Úrval - 01.11.1973, Side 57

Úrval - 01.11.1973, Side 57
MAÐURINN, SEM VILL EKKI GLEYMA 55 svipu á kvenfangana. Hún verður að svara fyrir glæpi sína.“ Braun- steiner var nafn sem hann kannað- ist ekki við og hann gerði sér litlar vonir um að komast að nokkru um hana. En opinberar skýrslur sýndu, að 15 árum áður hafði Braunstein- er verið sótt til saka og dæmd til þriggja ára fangelisvistar fyrir að pynta kvenfanga í Revensbrúck- fangabúðunum í Þýskalandi. Hún hafði þó verið sýknuð af ákærum varðandi starf hennar við Majdanek dauðabúðirnar, bar sem meir en 100.000 hurfu sporlaust. Wiesenthal sneri sér nú til hins víðáttumikla vinanets síns. Hann aflaði sér fram burða um gælpsamleg verk Braun- steiner við Majdanek, frá eftirlif- endum í Póllandi, ísrael og Júgó- slavíu. Hann hóf að rekja slóð henn ar við fangelsið þar sem hún hafði verið látin laus, og fylgdi henni í gegnum Austurríki til Þýskalands, þar sem hún hafði kynnst banda- rískum byggingaverktaka og gifst honum. Árið 1963 hafði hún öðiast bandarískan ríkisborgararétt og bjó nú í Maspeth í New York ríki. Vit- andi að hún hefði aldrei getað öðl- ast ríkisborgararétt án þess að hafa neitað því að hún hafi nokkru sinni verið dæmd fyrir glæp, tilkynnti Wiesenthal niðurstöðurnar banda- rísku ríkisstjórninni, sem nú er að reyna að fá henni vísað úr landi sem óæskilegri manneskiu. Eins og oft áður hafði hent í Ástralíu og Þýskalandi, voru margir nágrannar hennar samúðarfullir og sögðu, „hún er kvrrlát manneskia, sem aldrei skiptir sér af öðrum.“ Eigin- maður hennar mótmælti einnig af mikilli reiði og sagði, „hafið þið aldrei heyrt orðtækið, að láta hina látnu hvíla í friði?“ SPURNING UM SIÐFRÆÐI Fyrir Wiesenthal geta hvorki hin ir dauðu né hann hvílt í friði fyrr en réttlætinu er fullnægt. Þess vegna heldur hann áfram að skrapa upplýsingar um Martin Bormann, yfirráðgjafa Hitlers saman, sem sam kvæmt sannfæringu Wiesenthal flúði til S-Ameríku. Af sömu ástæðu var Franz Stangl að lokum dæmdur eftir 20 ára leit. Stangl hafði verið tekinn fastur við lok styrjaldarinn- ar en slapp og hvarf með konu sinni og 3 dætrum. Ekkert gerðist þar til 22. febrúar 1964, þegar tötraleg- ur og flóttalegur, miðaldra maður birtist á skrifstofu Wiesenthal. Hann sagði: „Eg vann við niðurröðun á skýrslum fyrir Gestapo á stríðsár- unum. Ég las grein í blaðinu um þig um daginn og þú sagðir að Franz Stangl væri eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Eg veit hvar hann er, en þú verður að greiða fyrir upp- lýsingarnar.“ Þeir komu sér saman að lokum um upphæð, sem svarar til 600.000 kr„ ef upplýsingarnar leiddu til handtöku. Ábendingin, að Stangl ynni í Volkswagen-verk- smiðjunum í Sao Paulo í Brasilíu reyndust réttar. Hann lifði þægi- legu, lítt áberandi lífi í Sao Paúlo og átti eigið hús, tvo bíla og nokkr ar byssur. Ættmenni hafði sagt hon um frá blaðagreininni, þar sem nafn hans var nefnt, sama greinin er hafði leitt Gestapomanninn inn á skrifstofu Wiesenthal. Stangl hafði engar áhyggjur. Hvað gat valdlaus.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.