Úrval - 01.11.1973, Page 64
62
ÚRVAL
hægt að fara að tala um upphafið
að gullöld vistfræðinnar?“
„Siðmenningin og tækni- og vís-
indaframfarir munu stöðugt hafa í
för með sér ný vandamál. í dag
leysum við vandamálin með aðstoð
vísinda vorra tíma. Á morgun verða
verkefnin enn flóknari og því verð-
ur að gera sér grein fyrir.
Eftiröpun: Sannasta tegund af samkeppni.
Samning fjárlaga: Heildarskipting óánægjunnar.
Það sýnir viljastyrk, svo að um munar, ef þú ert þjáður af sama
kvillanum og einhver er að lýsa fyrir þér og þú minnist ekki á það
við hann.
Dæmisaga:
Verkfræðingur, arkitekt og hagfræðingur voru þeir einu, sem
lifðu af flugslys og þeir voru nú einir á eyðiey. Eftir viku voru mat-
arbirgðir allar gengnar til þurrðar, nema ein dós með baunum. En
þeir höfðu engan dósahníf.
„Kveikjum eld og látum dósina í hann miðjan," sagði verkfræð-
ingurinn nú. „Hitinn mun sprengja dósina.“
Arkitektinn hristi höfuðið. ,.Nei, nei,“ sagði hann. „Ef við getum
ekki lokað dósina inni, með því að hlaða varnarveggi, þá munu
baunirnar fljúga um alla eyna og við ekki fá neitt að borða.“
Þeir voru í stökustu vandræðum, verkfræðingurinn og arkitektinn,
og þeir litu á hagfræðinginn og spurðu, hvað hann hefði til málanna
að leggja.
„Við skulum hugsa okkur, að við höfum dósahníf," var hið fræði-
lega svar hans.
Þeir dóu úr hungri.
Konan vildi fá nýja loðkápu. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir,
hve gömul kápan mín var orðin,“ sagði hún, „fyrr en ég þurfti að
láta gera við hana og mér var sagt, að dýrið, sem feldurinn var af,
sé nú útdautt."