Úrval - 01.11.1973, Side 80
18
ÚRVAL
En laust eftir miðnætti riðu vand
ræðin yfir fyrirvaralaust.
Alda, öðrum hærri, greip skipið
og keyrði það niður í krappan
bylgjudal. Einhvers staðar undir
fótum Vaagnes skipstjóra buldi við
brestur — eins og þruma að hon-
um fannst.
Skipstjóra var samstundis ljóst,
að eitthvað í farminum hafði losn-
að og nú sendi hann allt lið sitt
niður.
Þar fundu þeir tvo vagna æð-
andi fram og til baka í festingu
númer 2.
Klukkustund eftir klukkustund
unnu þeir að því að festa aftur
þessar hættulegu þungavélar, sem
ógnuðu skipinu með broti líkt og
fallhamar.
Og eftir nokkrun tíma, sem þó
virtist heil eilífð, tókst þeim að
stöðva „trukkana“ í stálböndum.
Enn hélt Rumba áfram sína leið.
En síðdegis höfðu sjóirnir æst sig
til ennþá harðari átaka. Öldurnar
skullu á súðum líkt og fallbyssu-
kúlur.
Enn einu sinni lyftu þeir Rumbu
og æðisgenginn breki hóf hana á
loft og keyrði hana niður — langt,
langt niður á stjórnborða.
Og í þetta sinn titraði hún ægi-
lega og þrumuskot lausra farar-
tækja í farminum létu ógnandi í
eyrum eins og „staccato" í trylltri
tónkviðu.
Menn þustu niður og sáu hroll-
vekjandi verksummerki. „Trukk-
arnir“ á númer 2 höfðu brotið fest-
ingar þær, sem áttu að halda eim-
vögnunum. Og nú æddu eimvagn-
arnir frá borði til borðs aftur og
fram, fram og aftur og mundu bráð
lega brjóta skipið og senda það á
hafsbotn. Engin leið virtist til að
stöðva þá.
Vaagens skipstjóri krafðist neyð
araðgerða og kallaði allar hendur til
starfa og sendi út neyðarkall.
Nær samstundis heyrðist kallið
bæði til skipa og björgunarstöðva,
og nú var tekið til framkvæmda í
Björgunarmiðstöðvum í Halifax og
New York.
Frá Halifax var útveguð fjögurra
hreyfla Argus-flugvél á Prince Ed-
wardseyju til að fara á vettvang
og kanna aðstæður.
Björgunarvélin lagði af stað. Veð
ur skilyrðin gerðu aðstoð þyrlu ó-
nóga, svo að fjögurra hreyfla Buff
alo-flugvél, sterk og stormvarin
lagði af stað kl. 6.56 f.h.
Hún átti að komast í samband
við Argus, sem hafði farið tveim
stundum fyrr af stað. Þótt flugvél-
ar þessar gætu ekki tínt áhöfn
Rumbu upp úr bylgjunum, gátu
þeir, sem þar voru að verki varp-
að niður ýmiss konar björgunar-
tækjum og lýst upp svæðið, ef á-
höfnin þyrfti að yfirgefa skipið.
En önnur hjálp var einnig á leið
inni. 800 smálesta birgðaskip, Smit
Lloyd 103, sérstaklega útbúið til
aðstoðar og olíudreifingar var lagt
af stað frá Sedco 40 mílur frá
Rumba.
Skipstjórinn á Smit-Lloyd, Tjerk
Straatman og 1. stýrimaður, Tonn-
ie Bakker, voru báðir 29 ára gaml-
ir Hollendingar, þaulvanir storm-
um og öldum hafsins, en höfðu ekki
reynslu í djúpsævarbjörgun. Kljúf
andi fjallháar öldur með firnaorku