Úrval - 01.11.1973, Side 103

Úrval - 01.11.1973, Side 103
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN 101 Þetta virtist úrvals staður fyrir að- albækistöð hers. En 9. sept. 1942 hafði það verið yfirgefið. Frá síðustu dögum ágústmánaðar hafði Stalingrad verið skotmark í loftárásum og af stórskotaliði Þjóð verja, og mikill hluti borgarinnar lá nú þegar í rústum. Viku áður höfðu tvö þýzk her- fylki myndað hálfhring um borg- ina og voru nú að þokast inn í út- hverfi hennar. Þýzkar fallbyssukúlur skullu lát- laust á víginu í lægðinni. Og fyrir nokkrum dögum höfðu logar frá brennandi olíugeymi læst sig þang- að niður og skilið varðstöðina eftir sem öskuhrúgu. Nikita Krúsjeff, sem síðar varð æðsti maður Sovétríkjanna var þá pólitískur fulltrúi Stalins í herráði vígisins. Tilneyddur af hermönnunum. hringdi hann til Stalins og tjáði honum, að tæma þyrfti víeið og setja upp aðra varðstöð á Volgu- bökkum hinumegin fljótsins. „Það er ómögulegt," anzaði Stalin æstur. „Komist hersveitirnar að raun um, að yfirmenn hafi flutt aðalstöðvar út úr Stalingrad, hlýtur borgin að falla.“ Krúsjeff endurtók aðeins fullyrð- inau sína. og Stalin muldraði: ,,Þá bað. ef þú ert viss um að borgin haldi velli.“ En það var vægast sagt alls ekk- erf víst. Áður en vígið var yfirgef- ið talaði Krúsieff við F. Golikov hershöfðingja og sagði honum að vera í stöðugu sambandi við 62. her déild rússneska hersins, einu bar- áttuhæfu sveitina, sem ennþá varði Stalingrad fyrir Þjóðverjum. Galikov náfölnaði. „Skiljið mig ekki eftir," sagði hann „Leyfið mér að fara með ykkur. Dómurinn yfir Stalingrad er fallinn.“ Þrem dögum síðar, 12. sept., flaug Friederich Paulus, fyrirliði 6. hers- ins þýzka til Vinnitsa í Ukraínu, þar sem Hitler hafði stofnað að- albækistöðvar í bjálkakofa. Hann sat þar á tali við Foringjann um stund og ræddi víglínuna við Stal- ingrad. Borgin hlyti að falla innan fárra daga. Paulus þessi var líkt og tákn hins sígilda þýzka hershöfðingja, dökkur yfirlitum og glæsilegur, rúm lega fimmtugur að aldri. Hann var ólastanlegur að útliti og klæðaburði, bar hanzka á hönd- um hvað þá annað, því að hann forðaðist allt gróm. Hann skipti sér ekkert af stjórn- málum en þjálfaði sig þeim mun betur við sitt starf. Hann leit á Hitler sem frábæran leiðtoga, og miðað við sigurför hans um Evrópu hlaut hann að vera hernaðarlest ofurmenni. En konan hans var ekki á sömu skoðun. Vinir hennar köll- uðu hana Cocu. Hún var af rúm- enskri aðalsætt, konungborin og fyr irleit nazistastjórnina af heilum hus. Og árið 1940, þegar Paulus mað- ur hennar flutti heim með sér landa bréf, sem sýndu fyrirhugaða hern- aðarinnrás í Rússland, mótmælti Coca kröftuglega slíkum aðgevðum sem algjöru ranglæti. „Hvað á eiginlega að verða af okkur öllum?" spurði hún. „Lifum við þetta af?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.