Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 113
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN
111
Gagiiáhlaup Rússa. Til vinstri sýnir ör árás 19. nóvember og til hægri,
neðst, sýnir ör árás 20. nóvember 1942. — Á efra kortinu sést, hvernig
Rússar hafa umkringt 6. herinn.
um verið gefin hraðkennsla í notk-
un 122 mm fallbyssu. En í öllu tíma
hrakinu, hafði æstur kennarinn loks
sagt honum að kenna nú sjálfum
sér.
En eldskírn hans var ægileg og
grimmileg. Næstum helmingur lið-
sveitar hans lézt á leiðinni yfir ána.
En þegar að bakkanum kom voru
þrír sendir til njósna um stöðu Þjóð-
verja þeim megin. Aðeins tveir
komu aftur til baka. Petrov notaði
sjónauka sinn til að leita hins látna
á þessu auða svæði. Hann lá þar
útglenntur á grundinni. Þjóðverjar
höfðu stungið hann byssusting í
kviðinn og skilið hann eftir upp í
loft á víðavangi.
Petrov og sveit hans gengu nú
berserksgang. Þeir þutu fram öskr
andi, brutust inn í hús og drápu allt,
sem varð á vegi þeirra. Þegar nokkr
ir Þjóðverjar lyftu höndum og báð-
ust vægðar, skrúfaði Petrov upp
gikk vélbyssna sinna og skaut þá
alla í hóp.
í einum húsaganginum hlustaði
hann á Þjóðverja, sem faldi sig í
krók og kima, biðja fyrir sér þess-
um orðum:
„Ó, Guð leyfðu mér að lifa af
þessa styrjöld." En svo trylltur var
Petrov, að hann hratt upp hurðinni
og skaut beint í andlit biðjandi
mannsins, sem kraup þarna á kné.
og svo hélt hann áfram í sama
villidýrsæði, hljóp af einni hæð á
aðra upp og niður stiga, mölbraut
hurðir snuðrandi eftir grágrænum
einkennisbúningum. Skotin og há-
vaðinn hræddi Þjóðverja út úr sum
um herbergjunum. En Petrov skaut
þrjá þeirra á leið niður stigana.