Úrval - 01.12.1973, Page 13
SJO ,,FURÐUVERK“ VERALDAR
11
inguna fóru um 2,5 milljón stein-
dranga, sem hver vó um sjötíu
tonn. Að verkinu unnu hundruð
þúsunda manns í tuttugu ár. Með
frumstæðum koparmeitlum og hömr
um hjuggu verkamennirnir og snur-
fusuðu stór steinbjörgin af svo mik-
illi nákvæmni, að þau féllu það vel
saman, að bilið milli þeirra var
eigi meira en fimmtugasti partur
úr þumlungi. Með reipum, unnum
úr reyri, og trjábolum voru björgin
dregin upp og sett á sinn stað af
vöðvaaflinu einu saman. Að lokum
var pýramídinn klæddur að utan
með slípuðum, hvítum kalksteins-
flögum.
Að innanverðu var pýramídinn
jafnvel enn meira meistaraverk
hvað viðkom verksnilld og útsjón-
arsemi. Þarna var komið fyrir graf-
hýsi konungsins með sex hvelfing-
um til að standast þungann fyrir
ofan. Þar var ennfremur mynda-
salur, 153 feta langur og 28 feta
hár, ásamt útskotum og hliðargöng-
um.
Það er engin furða, að þessa feikn
arlega steinbygging skuli vekja
undrun og aðdáun enn í dag sem
hún og gerði fyrir næstum fimmtíu
öldum.
TAJ MAHAL-GRAFHÝSIÐ
Eins og Pýramídinn mikli, er Taj
Hahal legstaður. En þar sem Pýra-
mídinn víðfrægir hégómaskap þjóð-
höfðingja, er Taj Mahal ódauðlegt
minnismerki einhverrar hugljúfustu
ástarsögu, sem um getur.
í samfélagi, þar sem fjölkvæni
var algengt fyrirbæri, brá höfund-
ur Taj Mahal, Shah Jahan, út af
venjunni. Hann helgaði ást sína