Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 44

Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL á milli. Adelle Davis er fljót að benda á, að hún er „túlkur“ en ekki „rannsóknari". „Ég lít á sjálfa mig sem fréttamann, sem safnar upplýsingum frá hundruðum blaða- greina, sem fólk skilur ekki og um- skrifa þær síðan, þannig að fólk geti skilið þær.“ Hún hefur undarlegan skyldleika með þeim læknum og vísinda- mönnum, sem hún vísar til um heimildir. Stundum er hún allt að því tilbeiðslukennd. Bókin „Höld- um heilsunni" er tileinkuð „hundr- uðum dásamlegra lækna, sem gerðu þessa bók mögulega með rannsókn- um sínum.“ Þrátt fyrir það hefur nýleg gagnrýni frá hinum sömu að- ilum, risið hátt. Þegar hún nýverið hélt ræðu og veitti viðtöku verðlaunum á 100 ára afmælishátíð við háskólann í Berkeley, undirrituðu nokkrir tugir þátttakenda úr læknastétt mót- mælaplagg gegn því, að hún kæmi þar fram sem næringarfræðingur. í raun eru margir frammámenn í næringarfræðum sammála Adelle Davis um magt. Þeir hafa áhyggj- ur af t. d. slæmum matarvenjum landa sinna. Próf. George Briggs við Berkeley-háskólann heldur því fram, að meir en þriðji hluti allra langvinnra sjúkdóma í Bandaríkj- unum, sem orsaka dauða velflestra fullorðinna karlmanna, megi að einhverju leyti rekja til mataræð- is. Margir næringarfræðingar eru henni einnig sammála um það, að fæðingarlæknar hafi haldið þyngd kvenna of lágri á meðgöngutíma þeirra. Að gamaldags forskriftir varðandi börn séu enn í fullu gildi og að margir læknaskólar hafi með öllu sniðgengið næringarfræði. Þeir hafa einnig áhyggjur af of miklu sykurmagni í fæðu okkar og út- breiddri notkun tilbúinna efna og ýmissa varnarefna í nútíma fæðu. EINS KONAR ÁVANALYF Þrátt fyrir þetta líta margir sér- fræðingar með ótta til starfs Ad- elle Davis. Þó að hún hafi vakið máls á, með gildum. rökum, spurn- ingunni um, hvað og hvernig við borðum, leggur hún of mikla áherzlu í boðskap sínum á gildi ofur-næringarfræðinnar, sem gerir boðskapinn helgibundinn frekar en leiðandi, og það telja gagnrýnend- urnir vera höfuðveikleikann. „Einu sjúkdómarnir, sem hægt er að lækna með fjörefnagjöfum, eru þeir, sem orsakast af fjörefna- skorti,“ segir dr. Roslyn Alfin- Slater prófessor í næringarfræði við U.C.L.A.-háskólann. „En fólk heldur, að ef það fylgi ofur-nær- ingarfræðinni læknist það af öllum kvillum og lifi til hárrar elli. Því miður hníga engin rök að því, að hægt sé að koma í veg fyrir hjarta- áföll með óhóflegu fjörefnaáti. Lít- ið er einfaldlega ekki svo einfalt." Dr. Fredrick J. Stare, stiórnandi næringardeildar Harvard-háskól- ans, gerir gys að hugmvndinni um almennan fiörefnaskort í Banda- ríkjunum. „Bandaríkjamenn eru vel a'ldir, en þeir yrðu enn betur á sig komnir, ef þeir borðuðu minna og hreyfðu sig meira.“ Hvað um lífræna fæðu? Læknirinn vitnaði í ummæli sem hann hafði viðhaft á fundi neytendasamtaka New York-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.