Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
á milli. Adelle Davis er fljót að
benda á, að hún er „túlkur“ en
ekki „rannsóknari". „Ég lít á sjálfa
mig sem fréttamann, sem safnar
upplýsingum frá hundruðum blaða-
greina, sem fólk skilur ekki og um-
skrifa þær síðan, þannig að fólk
geti skilið þær.“
Hún hefur undarlegan skyldleika
með þeim læknum og vísinda-
mönnum, sem hún vísar til um
heimildir. Stundum er hún allt að
því tilbeiðslukennd. Bókin „Höld-
um heilsunni" er tileinkuð „hundr-
uðum dásamlegra lækna, sem gerðu
þessa bók mögulega með rannsókn-
um sínum.“ Þrátt fyrir það hefur
nýleg gagnrýni frá hinum sömu að-
ilum, risið hátt.
Þegar hún nýverið hélt ræðu og
veitti viðtöku verðlaunum á 100
ára afmælishátíð við háskólann í
Berkeley, undirrituðu nokkrir tugir
þátttakenda úr læknastétt mót-
mælaplagg gegn því, að hún kæmi
þar fram sem næringarfræðingur.
í raun eru margir frammámenn í
næringarfræðum sammála Adelle
Davis um magt. Þeir hafa áhyggj-
ur af t. d. slæmum matarvenjum
landa sinna. Próf. George Briggs
við Berkeley-háskólann heldur því
fram, að meir en þriðji hluti allra
langvinnra sjúkdóma í Bandaríkj-
unum, sem orsaka dauða velflestra
fullorðinna karlmanna, megi að
einhverju leyti rekja til mataræð-
is. Margir næringarfræðingar eru
henni einnig sammála um það, að
fæðingarlæknar hafi haldið þyngd
kvenna of lágri á meðgöngutíma
þeirra. Að gamaldags forskriftir
varðandi börn séu enn í fullu gildi
og að margir læknaskólar hafi með
öllu sniðgengið næringarfræði. Þeir
hafa einnig áhyggjur af of miklu
sykurmagni í fæðu okkar og út-
breiddri notkun tilbúinna efna og
ýmissa varnarefna í nútíma fæðu.
EINS KONAR ÁVANALYF
Þrátt fyrir þetta líta margir sér-
fræðingar með ótta til starfs Ad-
elle Davis. Þó að hún hafi vakið
máls á, með gildum. rökum, spurn-
ingunni um, hvað og hvernig við
borðum, leggur hún of mikla
áherzlu í boðskap sínum á gildi
ofur-næringarfræðinnar, sem gerir
boðskapinn helgibundinn frekar en
leiðandi, og það telja gagnrýnend-
urnir vera höfuðveikleikann.
„Einu sjúkdómarnir, sem hægt er
að lækna með fjörefnagjöfum, eru
þeir, sem orsakast af fjörefna-
skorti,“ segir dr. Roslyn Alfin-
Slater prófessor í næringarfræði
við U.C.L.A.-háskólann. „En fólk
heldur, að ef það fylgi ofur-nær-
ingarfræðinni læknist það af öllum
kvillum og lifi til hárrar elli. Því
miður hníga engin rök að því, að
hægt sé að koma í veg fyrir hjarta-
áföll með óhóflegu fjörefnaáti. Lít-
ið er einfaldlega ekki svo einfalt."
Dr. Fredrick J. Stare, stiórnandi
næringardeildar Harvard-háskól-
ans, gerir gys að hugmvndinni um
almennan fiörefnaskort í Banda-
ríkjunum. „Bandaríkjamenn eru
vel a'ldir, en þeir yrðu enn betur á
sig komnir, ef þeir borðuðu minna
og hreyfðu sig meira.“ Hvað um
lífræna fæðu? Læknirinn vitnaði í
ummæli sem hann hafði viðhaft á
fundi neytendasamtaka New York-