Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
En hraðlestin var nú komin fram
hjá þessu merki, en sá ekki fleiri,
þar eð horn á stöðvarbyggingunni
skyggði á. Þjótandi hraðlestin og
„bakkandi“ stöðvarlestin skullu því
saman með 66.V milljón punda
þunga á hvert ferfet. Þungir stál-
vagnar lögðust bókstaflega saman
hálfa lengd lestarinnar, sem var
hlaðin fólki.
Útkoman var ægileg. Dauðir,
særðir og ómeiddir voru dregnir
út í röðum líkt og brúður. Sumir
farþeganna voru bókstaflega tætt-
ir sundur af brotnum stálbrotum,
aðrir beinbrotnir, skornir, særðir
eða með brotnar tennur. Allir reik-
uðu eins og í svefni í allar áttir,
sem á annað borð gátu sig hreyft.
45 létust, meira en 300 særðust.
HRUNINN HEIMUR
Á botni margra tonna á brengl-
uðu og brotnu stáli, lágu þær Pat
og Lísa hlið við hlið.
Stúlkurnar, sem báðar voru í
menntaskóla, höfðu átt að taka að
sér þjónustu í skóla með verknámi
að hluta stundaskrár.
Þær vöknuðu til meðvitundar
nær samtímis.
Og sá heimur, sem blasti við
þeim, var vægast furðuleg og
óskiljanleg veröld.
Yfir þeim hékk vagninn þeirra í
45 gráðu horni. Aðeins höfuð þeirra
stóðu út undan brakinu. Þær gátu
ekki hreyft sig. Pat heyrði dauða-
hryglu í konu hægra megin við sig.
Lísa varð vör við einhvern til
vinstri og heyrði stunur og óp.
Sársaukinn í fótum þeirra var að
breytast í dofa.
Pat hvíslaði veikum rómi: „Ert
þú í lagi? Hvað kom fyrir?“
„Ég veit ekki,“ stundi Lísa.
„Heldurðu að við séum á lífi?“
Þær grétu og æptu. Lísa ýtti á
brakið með hendur við hlið en það
var líkast því að maður væri að
bisa við að færa til íjall.
Allt í einu heyrist rödd segja:
„Guð almáttugur, hér eru tvær
stúlkur á lífi.“ Andlit gægðist nið-
ur til þeirra.
Það var John Windle kafteinn,
24ra ára fyrirliði í björgunarsveit-
inni númer eitt.
„Kennir ykkur til?“ spurði hann.
„Já,“ var svarið. Hér um bil sex
þumlunga bil var á milli braksins
og líkama stúlknanna.
Windle kom og gat togað í skóla-
bækurnar þeirra og náð þeim
burt, svo að þær fengju meira svig-
rúm til að anda. Þar næst losaði
hann varlega um handlegginn á
Lísu. Hann vissi, að þær gætu
tryllzt við að sjá meira af umhverfi
sínu.
Lísa hélt um úlnlið hans með
afli, sem hann gat ekki búizt við.
Augu hennar mændu biðjandi á
hann.
„Við ætlum að reyna að losa
ykkur í heilu lagi,“ sagði hann í
léttum tón. „Ég ætla að senda ein-
hvern til að vera hjá ykkur.“
Windle og slökkviliðsstjóranum
kom saman um, að Pat og Lísa
yrðu að vera þær síðustu, sem
bjargað yrði úr brakinu. Þær voru
bókstaflega á botni stálfjallsins. Og
yrði því lyft með krönum, gæti sú
lyfting orðið að bana öllum þeim,
sem ofar kynnu að leynast í drasl-