Úrval - 01.12.1973, Side 108
106
ÚRVAL
að heiman með dóttur umsjónar-
manns The Tower, en faðirinn brást
svo reiður við, að hann lét hneppa
John í dýflissu.
Ég gekk upp þrepin að St. Paul-
kirkjunni, — loksins, loksins — og
eftir örskamma stund var ég komin
inn og horfði upp í hvelft loftið og
niður í breið göngin milli sætarað-
anna og að altarinu og reyndi að
gera mér í hugarlund, hvernig
Donne hafi liðið nóttina, sem Jam-
es kóngur sendi eftir honum. Ég
hef ekki árum saman opnað bók
Waltons, ,,Lives“, en greinin um
þetta stóð enn í minni mínu:
„Eftir að Hans hátign var setzt-
ur niður sagði hann virðulega: „Dr.
Donne, ég hef boðið yður til kvöld-
verðar, og þótt þér setjizt ekki
niður með mér, vil ég veita yður
brauð, sem ég veit yður geðjast
vel að. Ég veit, að bér elskið Lond-
on, og því geri ég yður hér með að
yfirpresti í St. Paul-kirkjunni“.“
Þarna voru leiðsögumenn með
stóra ferðamannahópa, og var sitt
tungumálið mælt fyrir hverjum
hópi. Stundum vildi hver útskýr-
andinn trufla annan. Eg kaus að
vera út af fyrir mig. Ég gekk eft.ir
hliðargöngunum og virti fyrir mér
allt skrautið og brjóstmyndirnar,
vildi ekki missa af neinu. Samt
missti ég næstum af því. Það var
undarlegt í lösu.n. Ekki brjóstmynd
og ekki líkneski í fullri lengd, svo
ég nam st.aðar og las skýringarn-
ar. Þarna fvrir framan mig hékk á
vegg St. Paul-dómkirkjunnar lík-
klæði John Donne. É'g gekk nær og
snart þau.
Það er lí,il kapella rétt fvrir inn-
an dyrnar, og þar stendur á spjaldi:
„Kapella St. Dunstan. Ætluð hug-
leiðslu í einrúmi". Ég brá mér
þangað inn og flutti bæn mína.
Fimmtán árum of seint, vissu-
lega!
Miðvikudaginn 21. júlí.
Ofurstinn hefur ofgert sjálfum
sér. Ég nefni hann „ofursta", því
hann líkist svo mjög Blimp ofursta,
stór bjartleitur maður með loðnar,
gráar augabrúnir, hvíta barta og
ístru. Hann skrifaði mér aðdáunar-
bréf upp úr þurru og var viðstadd-
ur lendinguna, þegar ég kom til
borgarinnar, og dag einn bauð hann
mér í ferð til Oxford og Stratford-
on-Avon.
Ég hafði gleymt því, þegar við
fórum framhjá Stoke Poges á leið-
inni til Stratford. að mie hafði
langað að sjá kirkjugarð Thomas
Gray vegna þess, að uppáhaldsljóð
móður minnar minnti á þennan
stað. Seinna bauð ofurstinn mér því
til Soke Peges til kvöldverðar.
Þangað komum við í rökkurbvrj-
un. Enga sál var að sjá, og í sama
mund og við gengum inn í kirkju-
garðinn tóku bjöllurnar að hljóma,
eins og venjulega á þessum daas-
tíma. Móðir Gray er grafin þarna.
Hann las það, sem skrifað stóð á
legsteininum: „Móðir ma-gra barna.
Eitt þeirra var svo ólánsamt að lifa
hana.“
Kirkjan er yfir átt.a alda sömul.
mjög einföld í sniðum og fábrotin.
Fersk blóm voru í altariskrukkun-
um. Þegar gengið er um göngin
fyrir miðju, er farið fram hjá göml-
um gröfum, þar sem prestar hafa