Úrval - 01.12.1973, Side 123
TVEIR HEIMAR — TVENNIR TÍMAR
121
húsinu. Ekki ræddu þau ástina. En
þau lásu um hana. Pabbi las upp-
hátt allar framhaldssögur, sem
birtust á jiddísku í blaðinu.
Hann las í lágum. tilbreytingar-
lausum rómi, einkum til að fela
allt, sem raskað gat rógsemi hug-
ans eða náð til hjartans, meðan
mamma sléttaði skyrturnar hans.
Suðið í járninu hennar virtist jafn-
vel ákafara en ástarkossar elskend-
anna í sögunni, sem hann las.
,,Hann dró hana að sér, horfði á
titrandi steinana í opnum, bláum
augum hennar, og þrýsti heitum
kossi á titrandi varir hennar." Eitt-
hvað svoleiðis.
„Hvað, aftur?“ sagði mamma. ,,Ég
man ekki betur en hann kvssti hana
í gær,“ og heitur strauboltinn nam
eins og ósjálfrátt staðar í hendi
hennar.
Pabbi skoðaði blaðið í krók og
kring, rýndi í orðin, hvort hann
hefði nú lesið vitlaust, og þeytti
því síðan út í horn.
„Jú, þetta er blaðið frá í gær.
Þetta er rétt hjá þér.“
Leyndardómur góðrar endingar
hjónabandsins var enginn leyndar-
dómur. Auðvitað rifust þau stund-
um. Við sáum ekkert athugavert
við það.
Gift fólk styrkir hjónaband sitt
og styrkir, líkt og krakki styrkir
lungun, með því að öskra við og
við.
Nöldur þessara góðu rekkjufélaga
var eins sjálfsagt og eðlilegt og
marr í hurð, glamur í pottum og
diskum eða höggin í rykklöppunni
á teppi úti á tröppunum. Þau voru
stundum þreytt og leið.
Stundum hóf hún máls og sagði:
„Ég skil ekkert í þér. Á mánu-
daginn vildir þú steikta síld og
eins á miðvikudaginn. En nú allt í
einu, á fimmtudag, viltu ekki sjá
steikta síld.“
„Síld, síld. Það er ekki síldin.
Það eru þessi síðustu 20 ár.“
Stundum byrjaði hann og sagði:
„Þú getur svo sem alltaf skilið við
mig.“
„Já, ég ætla að fara, svo að þú