Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 102
100
hvítra húsa, sem standa umhverfis
grænan flöt, en þeir eru eins og
ósar hvarvetna í London. Hann
tók við yfirhöfn minni og vísaði
mér til setustofu í Edwards-stíl. A
einum veggnum var mynd af móð-
ur hans og á öðrum myndir af föð-
ur hans og afa. Kvöldverðurinn
beið á gljáfægðu mahogniborði, og
borðbúnaðurinn var úr ensku silfri.
Að máltíðinni lokinni lá leiðin
inn í bílinn hans, og Pat spurði
ekki, hvað ég æskti eftir að sjá,
heldur ók að horninu, þar sem „The
Globe Theatre", leikhús Shape-
speare, var einu sinni til húsa.
Nú var þarna átöppunarverk-
smiðja. Úg fékk hann til að stöðva
bílinn, brá mér út og virti fyrir mér
staðinn og fannst, að höfuðið á mér
ætlaði að springa.
Hann ók mér næst til kráar einn-
ar, sem nefndist „The George“, og
um leið og hann lauk upp fyrir
mér dyrunum, mælti hann sinni
léttu, hlutlausu röddu: „Shake-
speare vandi komur sinar hingað.“
Þarna voru þá dyr, sem Shake-
speare hafði gengið um, eins og ég
nú, og krá, sem hann þekkti. Við
settumst við borð, og ég hallaði
höfðinu að vegg, sem Shakespeare
hafði einu sinni snert, og þetta er
ólýsanlegt.
Það var margt um manninn í
kránni. Fólk stóð við barinn, og öll
borð upptekin. Allt í einu fór í
taugarnar á mér að horfa upp á
alla þessa sljóu smáborgara éta og
drekka án þess að gera sér grein
fyrir, hvar þeir voru staddir, og
því hálfvegis hreytti ég út úr mér:
„Ef Shakespeare gengi nú hér inn,
ÚRVAL
mundi það sjálfsagt ekki vera til
að heilsa upp á fólkið!"
Um leið og ég sleppti síðasta orð-
inu fann ég, að ég hafði rangt fyrir
mér. Hann svaraði áður en ég gat
leiðrétt mig: „Oh, nei. Fólkið er
alveg eins og á hans dögum.“
Auðvitað var fólkið eins. Þegar
ég leit yfir hópinn aftur, sá ég
hinn ljóshærða og skeggjaða Shol-
low dómara rabba við barþjóninn.
Lengra inn með barnum var Bott-
om vefari að lýsa sínum miklu erf-
iðleikum fyrir Bardolph með
andlitsdrættina. Og við borðið næst
okkur sat hin léttlynda Quickly,
klædd í rósóttan kjól og með hvít-
an áberandi hatt, og hló dátt.
Pat tókst að vekj'a mig til raun-
veruleikans á ný og ók til „The
Tower of London", sem var stærri
og hrikalegri smíð en ég hafði
ímyndað mér. Pat sá svo til, að við
værum þarna klukkan tuttugu mín
útur fyrir tíu, svo ég gæti séð varð-
liðið loka turn-hliðunum. Einkenn-
isbúningarnir eru í glossalegum,
bláum og skarlatsrauðum litum, en
harðneskjulegur er samt svipurinn
yfir þessari athöfn, þegar fangels-
inu er lokað í kvölddimmunni.
Þegar gengið hafði verið tryggi-
lega frá hliðunum, þrammaði varð-
liðið á ný til hinnar stóru tréhurð-
ar. Eftir að hafa farið þar í gegn
og hurðin smollin í lás, heyrði ég
rödd segja léttilega við hlið mér:
„Þeir hafa ekki sleppt úr kvöldi í
sjö hundruð ár.“
Hugurinn komst á reik. Þótt ekki
sé horfið lengra en fimm aldir aftur
í tímann, sér maður London á um-
brotatímum Cromwells, Pláguna