Úrval - 01.12.1973, Síða 107
GREIFYNJAN í BLOOMSBURYGÖTU
105
dag einn, er hún sá konung koma
ríðandi að húsinu til að heimsækja
hana, að hún gekk út á svalirnar
með barnið í fanginu og kallaði
niður til hans: „Ef þú veitir syni
þínum ekki verðugan titil á stund-
inni. læt ég hann detta hér niður,
svo hann deyi!“
Charles konungur II. kallaði þá
upp: „Frú, missið ekki niður her-
togann af St. Albans!“ Þannig er
sagt, að barnið hafi fengið titil
sinn.
Miðvikudaginn 14. júlí.
Anna Edwards hjá „Sunday Ex-
press“ bauð mér til hádegisverðar
í Savoy River Room og vildi ekki
trúa því, að ég hefði ekki orðið fyr-
ir vonbrigðum með London. Hún
sagði: „Þegar ég heyrði, að þú vær-
ir á leiðinni, langaði mig að skrifa
þér og segja: Mín kæra, komdu
ekki. Þú ert fimmtán árum of sein.“
Of sein til hvers — að sjá West-
minster Abbey?
Ég reyndi að koma henni í skiln-
ing um, að sá sem dreymt hefur
alla ævina að sjá Abbey, St. Paul-
kirkjuna og The Tower, getur ekki
orðið fyrir vonbrigðum, þegar sá
draumur rætist.
Eftir hádegisverðinn gekk hún
með mér eftir Tamesárbakkanum
og benti mér á beinustu leiðina til
St. Paul-dómkirkjunnar. Það var
yndislegt að ganga meðfram ánni
og sjá þessa frægu dómkirkju nálg-
ast, kirkju John Donne. Mér var
hugsað til hans þarna sem ég gekk.
Hann er eini karlmaðurinn, sem
ég hef heyrt um og vera í raun
svallari, sem betrumbættist fyrir
tilstilli góðrar konu. Hann straukst