Úrval - 01.12.1973, Page 14

Úrval - 01.12.1973, Page 14
12 einni konu, hinni blíðu og við- kvæmu Arjumand Banu. Hann kaus sér hana að drottningu og nefndi hana Mumtaz Mahal („kosin af höllinni“), og þar af kemur nafnið Taj Mahal. í nítján ár nutu þau keisarahjón- in mikillar hjónabandssælu. En Ar- jumand lét lífið, er hún ól sitt fjórt- ánda barn. Keisarinn tregaði hana mjög, og eyddi miklu af eignum sínum til að reisa í minningu henn- ar einhverja fegurstu byggingu, sem gerð hefur verið af manna höndum. Úr fjarlægð að sjá líkist Taj Ma- hal glæstri ævintýrahöll, þar sem hreinar línur og léttleiki er höfuð- einkennið. Nettir turnar rísa á hverju horni. Hæst gnæfir hið mikla hvolfþak, en til hliðar eru minni hvolfþök. Birtan að utan kemur gegnum gisnar marmara- flögur. Innan veggja er einn aðal- salur og átta minni. Veggirnir eru skreyttir fögrum blómamyndum, þar sem marmari kemu'r í stað hvíta litarins. Sköpun þessa meistaraverks tók nálega tvær aldir, og að smíðinni unnu um 20 þúsundir manna. Að verkinu loknu árið 1648 lifði Shah Jahan í tíu ár. Hann var jarðsett- ur í Taj Mahan við hlið konunnar, sem hann unni svo heitt. POTALA Arið 1949, þegar ég og sonur minn, Lowell, vorum staddir í höf- uðborg Tíbets, Lhasa, vorum við svo lánsamir að heimsækja Potala, sem allir Asíubúar tala um af mik- ÚRVAL illi lotningu og nefna „Höll guð- anna“. Öldum saman var höll þessi bú- staður Dalai Lama, hins andlega leiðtoga milljóna Búddhatrúar- manna. Aðeins örfáir vestrænir ferðalangar höfðu komið til þessa einangraða og þögula lands. Aldrei mun ég gleyma þeirri stund á ferðalaginu, þegar fyrir framan okkur í einum dalnum í Himalaya-hálendinu blasti við borg in Lhasa og hin stórkostlega höll, Potala. Höllin rís efst á brattri hæð, sem gnæfir yfir borgina. Það er einna líkast sem byggingin hafi gróið út úr berginu. Að utan er höllin rauð og hvít á litinn, og efst gnæfa gyllt hvolfþök. Herbergin geyma ómetanlega dýrgripi, sem tekið hefur margar aldir að safna. Hæð hallarinnar er yfir 440 fet, en lengdin er 900 fet. Smíðin hófst ár- ið 1641 að frumkvæði Dalai Lama hins fimmta og stóð yfir í nálega fimm áratugi. Þannig atvikaðist, að við feðgar vorum síðustu Vesturlandabúarnir, sem ferðuðust til Lhasa. Vorið 1959 réðust hersveitir Rauða Kína skyndi lega inn í Tíbet og hrifsuðu til sín völdin í blóðugri innrás. Dalai Lama tókst að flýja, og lifir nú í útlegð í Indlandi. PANAMASKURÐURINN Öldum saman hefur menn dreymt um vatnaleið, sem sameinað gæti Atlantshaf og Kyrrahaf um hið fimmtíu mílna breiða Panama-eiði. Þegar árið 1543 lét Karl Spánar- konungur fimmti gera athugun á þessum möguleikum. En Filippus
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.