Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 14
12
einni konu, hinni blíðu og við-
kvæmu Arjumand Banu. Hann kaus
sér hana að drottningu og nefndi
hana Mumtaz Mahal („kosin af
höllinni“), og þar af kemur nafnið
Taj Mahal.
í nítján ár nutu þau keisarahjón-
in mikillar hjónabandssælu. En Ar-
jumand lét lífið, er hún ól sitt fjórt-
ánda barn. Keisarinn tregaði hana
mjög, og eyddi miklu af eignum
sínum til að reisa í minningu henn-
ar einhverja fegurstu byggingu,
sem gerð hefur verið af manna
höndum.
Úr fjarlægð að sjá líkist Taj Ma-
hal glæstri ævintýrahöll, þar sem
hreinar línur og léttleiki er höfuð-
einkennið. Nettir turnar rísa á
hverju horni. Hæst gnæfir hið
mikla hvolfþak, en til hliðar eru
minni hvolfþök. Birtan að utan
kemur gegnum gisnar marmara-
flögur. Innan veggja er einn aðal-
salur og átta minni. Veggirnir eru
skreyttir fögrum blómamyndum,
þar sem marmari kemu'r í stað
hvíta litarins.
Sköpun þessa meistaraverks tók
nálega tvær aldir, og að smíðinni
unnu um 20 þúsundir manna. Að
verkinu loknu árið 1648 lifði Shah
Jahan í tíu ár. Hann var jarðsett-
ur í Taj Mahan við hlið konunnar,
sem hann unni svo heitt.
POTALA
Arið 1949, þegar ég og sonur
minn, Lowell, vorum staddir í höf-
uðborg Tíbets, Lhasa, vorum við
svo lánsamir að heimsækja Potala,
sem allir Asíubúar tala um af mik-
ÚRVAL
illi lotningu og nefna „Höll guð-
anna“.
Öldum saman var höll þessi bú-
staður Dalai Lama, hins andlega
leiðtoga milljóna Búddhatrúar-
manna. Aðeins örfáir vestrænir
ferðalangar höfðu komið til þessa
einangraða og þögula lands.
Aldrei mun ég gleyma þeirri
stund á ferðalaginu, þegar fyrir
framan okkur í einum dalnum í
Himalaya-hálendinu blasti við borg
in Lhasa og hin stórkostlega höll,
Potala. Höllin rís efst á brattri hæð,
sem gnæfir yfir borgina. Það er
einna líkast sem byggingin hafi
gróið út úr berginu. Að utan er
höllin rauð og hvít á litinn, og efst
gnæfa gyllt hvolfþök. Herbergin
geyma ómetanlega dýrgripi, sem
tekið hefur margar aldir að safna.
Hæð hallarinnar er yfir 440 fet, en
lengdin er 900 fet. Smíðin hófst ár-
ið 1641 að frumkvæði Dalai Lama
hins fimmta og stóð yfir í nálega
fimm áratugi.
Þannig atvikaðist, að við feðgar
vorum síðustu Vesturlandabúarnir,
sem ferðuðust til Lhasa. Vorið 1959
réðust hersveitir Rauða Kína skyndi
lega inn í Tíbet og hrifsuðu til sín
völdin í blóðugri innrás. Dalai Lama
tókst að flýja, og lifir nú í útlegð í
Indlandi.
PANAMASKURÐURINN
Öldum saman hefur menn dreymt
um vatnaleið, sem sameinað gæti
Atlantshaf og Kyrrahaf um hið
fimmtíu mílna breiða Panama-eiði.
Þegar árið 1543 lét Karl Spánar-
konungur fimmti gera athugun á
þessum möguleikum. En Filippus